Skoðun

Þessvegna er ég þinn maður á Stjórnlagaþing

Ásþór Magnússon skrifar

Ég er trúr minni hugsjón um nýtt og betra Ísland. Enginn kaupir mig. Enginn þaggar niður í mér. Ég hætti ekki fyrr en ég hef unnið mitt verk eða kominn undir græna torfu.

Ég sá spillinguna sem gerjaðist undir yfirborðinu fyrr en nokkur annar. Ég var ómyrkur í máli strax árið 1996 er ég sagði í aðdraganda forsetakosninga að landinu væri "stjórnað af huldumönnum sem væru að arðræna þjóðina". Kallaði stjórnmálaflokk "Spilltasta greni landsins".

Ég sagði fjármálakerfið ónýtt, bankar og kauphallir myndu hrynja eins og spilaborg. Á mig var ráðist úr öllum áttum. Reynt að gera boðskap minn tortryggilegan í fjölmiðlum. Skopmyndir birtar. Augu mín sem sáu spillinguna gerð tortryggileg. Kettir sagðir hlaupa undir sófa er ég birtist í sjónvarpi. Keisarinn í nýju fötunum reyndi að þagga niður óþægilega gagnrýni.

Nú þarf ég þinn stuðning að komast á Stjórnlagaþing með þá hugmyndafræði sem ég hef unnið með í hálfan annan áratug m.a: Beint lýðræði. Skilvirkari stjórnsýsla og fækkun þingmanna. Þjóðin njóti sjálf arðs auðlinda. Ísland verði málsvari friðar og tjáningarfrelsis. Réttlæti í öndvegi og fátækt útrýmt.

7176 Ástþór Magnússon Wium - Þinn maður á Stjórnlagaþing

Heimasíða: www.austurvollur.is/thor

LÍKA á www.facebook.com/lydveldi





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×