Sum fátæk börn betri en önnur Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 17. desember 2010 06:00 Það kemur fyrir að ég skammast mín meira fyrir íslenska fjölmiðla en útrásarvíkinga. Þeir níddust þó að minnsta kosti á fólki í tiltölulegum friði frá kastljósinu þannig að börn þurftu ekki að hlusta á foreldra sína úthrópaða hjá alþjóð fyrir það eitt að þekkja ekki muninn á kredit og debet. Ég er sem sagt ekki glöð með frétt 15. desember um konu með þrjú börn á framfæri sínu og of háar tekjur að mati fréttamanns til að þiggja mataraðstoð, fréttin er til þess gerð að virka eins og slúðurpúðurtunna. Fjölmiðlar, ábyrgð takk. Í stað þess að nánast hlakka yfir þessu „skúbbi", hvernig væri þá að hjálpa fólki? Vekja athygli á vanda þeirra sem eiga í erfiðleikum með að halda reiðu á heimilisbókhaldinu án ráðgjafar - og leggja sitt af mörkum til að sú aðstoð sé veitt í samfélaginu? Fjalla um SMS-lánin, sem hafa sett marga unglinga og fatlaða á hausinn? Segja frá ýmsum möguleikum fyrir fólk með athyglisbrest og aðrar raskanir til að skipuleggja og halda utan um fjármál sín? En nei - köstum endilega fyrsta steininum. Fréttina vann fjölmiðlakona sem ég hef trú á en þarna fór eitthvað úrskeiðis. Önnur fjölmiðlakona sem er í miklum metum hjá mér, að minnsta kosti fram að þessu, rekur svo naglann alveg inn þegar hún skrifar 16. desember í grein sinni „Kreppan og heimskan" um sömu konu og sagt var frá í fréttinni: „Einstæð móðir þriggja barna sem hefur tæpar fjögur hundruð þúsund í ráðstöfunartekjur, ef lagðar eru saman örorkubótagreiðslur, meðlög og barnabætur segir við Vísi að hún þurfi að sækja mataraðstoð til Fjölskylduhjálparinnar af því hún sé búin með alla peningana. Finnst henni virkilega viðeigandi að rekja þessar búmannsraunir sínar undir nafni og mynd. Hvað með þá sem líða raunverulegan skort?" Stöldrum aðeins við náungakærleikann hérna. Börn þessarar konu, sem vel að merkja er með athyglisbrest og tilheyrandi skipulagsörðugleika, fá ekki að borða um jólin, sé ekkert að gert. Er þá óviðeigandi að mamma þeirra nái í mat fyrir þau? Eiga þau ekki að borða af því að mamma þeirra fór illa með fé af fákunnáttu sinni? Er skortur þeirra ekki jafnraunverulegur og barna sem eiga skynsama fátæka foreldra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Sjá meira
Það kemur fyrir að ég skammast mín meira fyrir íslenska fjölmiðla en útrásarvíkinga. Þeir níddust þó að minnsta kosti á fólki í tiltölulegum friði frá kastljósinu þannig að börn þurftu ekki að hlusta á foreldra sína úthrópaða hjá alþjóð fyrir það eitt að þekkja ekki muninn á kredit og debet. Ég er sem sagt ekki glöð með frétt 15. desember um konu með þrjú börn á framfæri sínu og of háar tekjur að mati fréttamanns til að þiggja mataraðstoð, fréttin er til þess gerð að virka eins og slúðurpúðurtunna. Fjölmiðlar, ábyrgð takk. Í stað þess að nánast hlakka yfir þessu „skúbbi", hvernig væri þá að hjálpa fólki? Vekja athygli á vanda þeirra sem eiga í erfiðleikum með að halda reiðu á heimilisbókhaldinu án ráðgjafar - og leggja sitt af mörkum til að sú aðstoð sé veitt í samfélaginu? Fjalla um SMS-lánin, sem hafa sett marga unglinga og fatlaða á hausinn? Segja frá ýmsum möguleikum fyrir fólk með athyglisbrest og aðrar raskanir til að skipuleggja og halda utan um fjármál sín? En nei - köstum endilega fyrsta steininum. Fréttina vann fjölmiðlakona sem ég hef trú á en þarna fór eitthvað úrskeiðis. Önnur fjölmiðlakona sem er í miklum metum hjá mér, að minnsta kosti fram að þessu, rekur svo naglann alveg inn þegar hún skrifar 16. desember í grein sinni „Kreppan og heimskan" um sömu konu og sagt var frá í fréttinni: „Einstæð móðir þriggja barna sem hefur tæpar fjögur hundruð þúsund í ráðstöfunartekjur, ef lagðar eru saman örorkubótagreiðslur, meðlög og barnabætur segir við Vísi að hún þurfi að sækja mataraðstoð til Fjölskylduhjálparinnar af því hún sé búin með alla peningana. Finnst henni virkilega viðeigandi að rekja þessar búmannsraunir sínar undir nafni og mynd. Hvað með þá sem líða raunverulegan skort?" Stöldrum aðeins við náungakærleikann hérna. Börn þessarar konu, sem vel að merkja er með athyglisbrest og tilheyrandi skipulagsörðugleika, fá ekki að borða um jólin, sé ekkert að gert. Er þá óviðeigandi að mamma þeirra nái í mat fyrir þau? Eiga þau ekki að borða af því að mamma þeirra fór illa með fé af fákunnáttu sinni? Er skortur þeirra ekki jafnraunverulegur og barna sem eiga skynsama fátæka foreldra?
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar