Sum fátæk börn betri en önnur Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 17. desember 2010 06:00 Það kemur fyrir að ég skammast mín meira fyrir íslenska fjölmiðla en útrásarvíkinga. Þeir níddust þó að minnsta kosti á fólki í tiltölulegum friði frá kastljósinu þannig að börn þurftu ekki að hlusta á foreldra sína úthrópaða hjá alþjóð fyrir það eitt að þekkja ekki muninn á kredit og debet. Ég er sem sagt ekki glöð með frétt 15. desember um konu með þrjú börn á framfæri sínu og of háar tekjur að mati fréttamanns til að þiggja mataraðstoð, fréttin er til þess gerð að virka eins og slúðurpúðurtunna. Fjölmiðlar, ábyrgð takk. Í stað þess að nánast hlakka yfir þessu „skúbbi", hvernig væri þá að hjálpa fólki? Vekja athygli á vanda þeirra sem eiga í erfiðleikum með að halda reiðu á heimilisbókhaldinu án ráðgjafar - og leggja sitt af mörkum til að sú aðstoð sé veitt í samfélaginu? Fjalla um SMS-lánin, sem hafa sett marga unglinga og fatlaða á hausinn? Segja frá ýmsum möguleikum fyrir fólk með athyglisbrest og aðrar raskanir til að skipuleggja og halda utan um fjármál sín? En nei - köstum endilega fyrsta steininum. Fréttina vann fjölmiðlakona sem ég hef trú á en þarna fór eitthvað úrskeiðis. Önnur fjölmiðlakona sem er í miklum metum hjá mér, að minnsta kosti fram að þessu, rekur svo naglann alveg inn þegar hún skrifar 16. desember í grein sinni „Kreppan og heimskan" um sömu konu og sagt var frá í fréttinni: „Einstæð móðir þriggja barna sem hefur tæpar fjögur hundruð þúsund í ráðstöfunartekjur, ef lagðar eru saman örorkubótagreiðslur, meðlög og barnabætur segir við Vísi að hún þurfi að sækja mataraðstoð til Fjölskylduhjálparinnar af því hún sé búin með alla peningana. Finnst henni virkilega viðeigandi að rekja þessar búmannsraunir sínar undir nafni og mynd. Hvað með þá sem líða raunverulegan skort?" Stöldrum aðeins við náungakærleikann hérna. Börn þessarar konu, sem vel að merkja er með athyglisbrest og tilheyrandi skipulagsörðugleika, fá ekki að borða um jólin, sé ekkert að gert. Er þá óviðeigandi að mamma þeirra nái í mat fyrir þau? Eiga þau ekki að borða af því að mamma þeirra fór illa með fé af fákunnáttu sinni? Er skortur þeirra ekki jafnraunverulegur og barna sem eiga skynsama fátæka foreldra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Það kemur fyrir að ég skammast mín meira fyrir íslenska fjölmiðla en útrásarvíkinga. Þeir níddust þó að minnsta kosti á fólki í tiltölulegum friði frá kastljósinu þannig að börn þurftu ekki að hlusta á foreldra sína úthrópaða hjá alþjóð fyrir það eitt að þekkja ekki muninn á kredit og debet. Ég er sem sagt ekki glöð með frétt 15. desember um konu með þrjú börn á framfæri sínu og of háar tekjur að mati fréttamanns til að þiggja mataraðstoð, fréttin er til þess gerð að virka eins og slúðurpúðurtunna. Fjölmiðlar, ábyrgð takk. Í stað þess að nánast hlakka yfir þessu „skúbbi", hvernig væri þá að hjálpa fólki? Vekja athygli á vanda þeirra sem eiga í erfiðleikum með að halda reiðu á heimilisbókhaldinu án ráðgjafar - og leggja sitt af mörkum til að sú aðstoð sé veitt í samfélaginu? Fjalla um SMS-lánin, sem hafa sett marga unglinga og fatlaða á hausinn? Segja frá ýmsum möguleikum fyrir fólk með athyglisbrest og aðrar raskanir til að skipuleggja og halda utan um fjármál sín? En nei - köstum endilega fyrsta steininum. Fréttina vann fjölmiðlakona sem ég hef trú á en þarna fór eitthvað úrskeiðis. Önnur fjölmiðlakona sem er í miklum metum hjá mér, að minnsta kosti fram að þessu, rekur svo naglann alveg inn þegar hún skrifar 16. desember í grein sinni „Kreppan og heimskan" um sömu konu og sagt var frá í fréttinni: „Einstæð móðir þriggja barna sem hefur tæpar fjögur hundruð þúsund í ráðstöfunartekjur, ef lagðar eru saman örorkubótagreiðslur, meðlög og barnabætur segir við Vísi að hún þurfi að sækja mataraðstoð til Fjölskylduhjálparinnar af því hún sé búin með alla peningana. Finnst henni virkilega viðeigandi að rekja þessar búmannsraunir sínar undir nafni og mynd. Hvað með þá sem líða raunverulegan skort?" Stöldrum aðeins við náungakærleikann hérna. Börn þessarar konu, sem vel að merkja er með athyglisbrest og tilheyrandi skipulagsörðugleika, fá ekki að borða um jólin, sé ekkert að gert. Er þá óviðeigandi að mamma þeirra nái í mat fyrir þau? Eiga þau ekki að borða af því að mamma þeirra fór illa með fé af fákunnáttu sinni? Er skortur þeirra ekki jafnraunverulegur og barna sem eiga skynsama fátæka foreldra?
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun