Sum fátæk börn betri en önnur Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 17. desember 2010 06:00 Það kemur fyrir að ég skammast mín meira fyrir íslenska fjölmiðla en útrásarvíkinga. Þeir níddust þó að minnsta kosti á fólki í tiltölulegum friði frá kastljósinu þannig að börn þurftu ekki að hlusta á foreldra sína úthrópaða hjá alþjóð fyrir það eitt að þekkja ekki muninn á kredit og debet. Ég er sem sagt ekki glöð með frétt 15. desember um konu með þrjú börn á framfæri sínu og of háar tekjur að mati fréttamanns til að þiggja mataraðstoð, fréttin er til þess gerð að virka eins og slúðurpúðurtunna. Fjölmiðlar, ábyrgð takk. Í stað þess að nánast hlakka yfir þessu „skúbbi", hvernig væri þá að hjálpa fólki? Vekja athygli á vanda þeirra sem eiga í erfiðleikum með að halda reiðu á heimilisbókhaldinu án ráðgjafar - og leggja sitt af mörkum til að sú aðstoð sé veitt í samfélaginu? Fjalla um SMS-lánin, sem hafa sett marga unglinga og fatlaða á hausinn? Segja frá ýmsum möguleikum fyrir fólk með athyglisbrest og aðrar raskanir til að skipuleggja og halda utan um fjármál sín? En nei - köstum endilega fyrsta steininum. Fréttina vann fjölmiðlakona sem ég hef trú á en þarna fór eitthvað úrskeiðis. Önnur fjölmiðlakona sem er í miklum metum hjá mér, að minnsta kosti fram að þessu, rekur svo naglann alveg inn þegar hún skrifar 16. desember í grein sinni „Kreppan og heimskan" um sömu konu og sagt var frá í fréttinni: „Einstæð móðir þriggja barna sem hefur tæpar fjögur hundruð þúsund í ráðstöfunartekjur, ef lagðar eru saman örorkubótagreiðslur, meðlög og barnabætur segir við Vísi að hún þurfi að sækja mataraðstoð til Fjölskylduhjálparinnar af því hún sé búin með alla peningana. Finnst henni virkilega viðeigandi að rekja þessar búmannsraunir sínar undir nafni og mynd. Hvað með þá sem líða raunverulegan skort?" Stöldrum aðeins við náungakærleikann hérna. Börn þessarar konu, sem vel að merkja er með athyglisbrest og tilheyrandi skipulagsörðugleika, fá ekki að borða um jólin, sé ekkert að gert. Er þá óviðeigandi að mamma þeirra nái í mat fyrir þau? Eiga þau ekki að borða af því að mamma þeirra fór illa með fé af fákunnáttu sinni? Er skortur þeirra ekki jafnraunverulegur og barna sem eiga skynsama fátæka foreldra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Það kemur fyrir að ég skammast mín meira fyrir íslenska fjölmiðla en útrásarvíkinga. Þeir níddust þó að minnsta kosti á fólki í tiltölulegum friði frá kastljósinu þannig að börn þurftu ekki að hlusta á foreldra sína úthrópaða hjá alþjóð fyrir það eitt að þekkja ekki muninn á kredit og debet. Ég er sem sagt ekki glöð með frétt 15. desember um konu með þrjú börn á framfæri sínu og of háar tekjur að mati fréttamanns til að þiggja mataraðstoð, fréttin er til þess gerð að virka eins og slúðurpúðurtunna. Fjölmiðlar, ábyrgð takk. Í stað þess að nánast hlakka yfir þessu „skúbbi", hvernig væri þá að hjálpa fólki? Vekja athygli á vanda þeirra sem eiga í erfiðleikum með að halda reiðu á heimilisbókhaldinu án ráðgjafar - og leggja sitt af mörkum til að sú aðstoð sé veitt í samfélaginu? Fjalla um SMS-lánin, sem hafa sett marga unglinga og fatlaða á hausinn? Segja frá ýmsum möguleikum fyrir fólk með athyglisbrest og aðrar raskanir til að skipuleggja og halda utan um fjármál sín? En nei - köstum endilega fyrsta steininum. Fréttina vann fjölmiðlakona sem ég hef trú á en þarna fór eitthvað úrskeiðis. Önnur fjölmiðlakona sem er í miklum metum hjá mér, að minnsta kosti fram að þessu, rekur svo naglann alveg inn þegar hún skrifar 16. desember í grein sinni „Kreppan og heimskan" um sömu konu og sagt var frá í fréttinni: „Einstæð móðir þriggja barna sem hefur tæpar fjögur hundruð þúsund í ráðstöfunartekjur, ef lagðar eru saman örorkubótagreiðslur, meðlög og barnabætur segir við Vísi að hún þurfi að sækja mataraðstoð til Fjölskylduhjálparinnar af því hún sé búin með alla peningana. Finnst henni virkilega viðeigandi að rekja þessar búmannsraunir sínar undir nafni og mynd. Hvað með þá sem líða raunverulegan skort?" Stöldrum aðeins við náungakærleikann hérna. Börn þessarar konu, sem vel að merkja er með athyglisbrest og tilheyrandi skipulagsörðugleika, fá ekki að borða um jólin, sé ekkert að gert. Er þá óviðeigandi að mamma þeirra nái í mat fyrir þau? Eiga þau ekki að borða af því að mamma þeirra fór illa með fé af fákunnáttu sinni? Er skortur þeirra ekki jafnraunverulegur og barna sem eiga skynsama fátæka foreldra?
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun