Viðskipti erlent

Bandaríska hagkerfið tapaði 100 milljörðum á öskunni

Bandaríska hagkerfið tapaði 813 milljón dollara eða ríflega 100 milljörðum kr. vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Hér er átt við fyrstu sex dagana sem gosið stóð og lamaði meir og minna flugsamgöngur í norðurhluta Evrópu.

Fjallað er um málið í blaðinu The Washington Post. Þar segir að upphæðin byggi á útreikingum Ferðasamtaka Bandaríkjanna, U.S. Travel Association, og sýni hreint tap flugfélaga og ferðamannaiðnaðarins vestan hafs vegna öskunnar.

Rætt er við Roger Dow forseta fyrrgreindra samtaka sem gagnrýnir harðlega í hve miklum mæli flugmferðin um norðurhluta Evrópu var stöðvuð. Hann segir að á fyrstu fimm dögum gossins hafi bandarísk flugfélög þurft að fella niður 78% af áætlunarferðum sínum til Evrópu.

Ferðasamtökin áætla að tekjur af hverri farþegaþotu sem komi til Bandaríkjanna nemi um 450 þúsund dollurum. Hér er um að ræða meðaltal þess sem farþegar þotunnar eyða í landinu í heimsóknum sínum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×