Viðskipti innlent

Kyrrsettu 111 milljónir í eigu Jóns Ásgeirs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slitastjórn Glitnis banka fékk í dag úrskurð um alþjóðlega kyrrsetningu í sambandi við kröfur Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Slitastjórn Glitnis segir að kyrrsetningin komi til vegna millifærslna sem framkvæmdar voru daginn eftir að eignir Jóns Ásgeirs voru kyrrsettar í Bretlandi þann 11. maí síðastliðinn.

Samkvæmt tilkynningu frá slitastjórninni voru færð í heild 585 þúsund bresk pund til Bohemian Partners LLP, Tina Maree Kilmister, Aspiring Capital Partners LLP og Jeffrey Ross Blue. Upphæðin samsvarar 111 milljónum íslenskra króna.

Kyrrsetningarnar gilda einungis um það fé sem þessir aðilar fengu frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni eftir að alþjóðleg kyrrsetning var gerð á eignum hans. Ekki var krafist kyrrsetningar á öðrum eignum viðkomandi aðila.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×