Innlent

Flugsamgöngur enn í lamasessi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flugvöllurinn á Akureyri er núna nýttur sem aðalflugvöllurinn á Íslandi. Mynd/ Kristján.
Flugvöllurinn á Akureyri er núna nýttur sem aðalflugvöllurinn á Íslandi. Mynd/ Kristján.
Enn liggur innanlandsflug hjá Flugfélagi Íslands niðri og er ekki búist við því að það verði neitt flogið í dag.

Gert er ráð fyrir að vél frá Iceland Express fari frá Akureyri til Kaupmannahafnar núna klukkan þrjú og önnur vél fari til London klukkustund síðar. Farþegum er ekið til Akureyrar frá BSÍ í Vatnsmýrinni. Þá gerir Icelandair ráð fyrir að fljúga þrisvar til Glasgow í dag en þaðan er farþegum svo flogið áfram til áfangastaða í Evrópu og Bandaríkjunum. Ein vélin fór snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að önnur fari klukkan hálffjögur og sú þriðja í kvöld.

Farþegar sem eiga bókað flug með Icelandair og Iceland Express eru beðnir að fylgjast vel með, til dæmis á heimasíðum félaganna, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×