Arnþór Garðarsson: Athugasemdir við skýrslu Hagfræðistofnunar 9. apríl 2010 11:57 Nýlega kom út skýrsla eftir hagfræðingana Gunnar Haraldsson, Kristófer Gunnlaugsson, Daða Má Kristófersson, Ragnar Árnason og Svein Agnarsson, sem sögð er unnin samkvæmt samningi Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands við landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Skýrslan birtist á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins 29. mars 2010 og segir þar að von ráðherra sé að hún geti orðið „ ... tilefni áframhaldandi upplýstrar umræðu um hvali við Ísland." Samkvæmt gildandi starfsreglum Háskóla Íslands er skýrslan á ábyrgð höfunda eða Hagfræðistofnunar, enda getur enginn látið uppi álit Háskóla Íslands annar en háskólafundur, háskólaráð eða rektor í umboði þeirra. Tilkynnt var í apríl 2009 að ráðuneytið ætlaði að láta kanna áhrif á hvalveiða á þjóðarhag og hefði fengið til þess verks Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Að óreyndu hefði mátt búast við að málið yrði skoðað af fræðilegu hlutleysi og notaðar til þess bestu heimildir og líkön. Því miður vekur nýbirt skýrsla Hagfræðistofnunar helst athygli fyrir óvandaða fræðimennsku, og virðist ekki líkleg til að stuðla að upplýstri umræðu, en er til þess fallin að draga úr áliti Háskóla Íslands. Í skýrslunni eru skrár og inngangsatriði á 13 blaðsíðum, um hvalveiðar og hvalavistfræði er fjallað á 37 síðum, um hvalaskoðun og ferðaþjónustu á samtals 8 blaðsíðum. Þessi samsetning er umhugsunarverð. Margir hafa lýst áhyggjum af áhrifum yfirlýstrar hvalveiðistefnu á ferðaþjónustu sem er vaxandi atvinnuvegur og byggist einkum á náttúruundrum Íslands sem talist hafa til stórmerkja allt frá miðöldum (sjá t.d. Konungs skuggsjá). Undirstaða ferðaþjónustu eru almennar náttúrurannsóknir, sem hafa löngum verið hornreka hér á landi en mest verið reknar sem hliðarspor í nafni landbúnaðar, sjávarútvegs og orkuiðnaðar. Fjallað er allítarlega um vistfræði hvala og hvalveiðar eins og þær koma höfundum fyrir sjónir, og eru tíndar til opinberar tölur og greinargerðir frá hvalafræðingum. Skýrsluhöfundar leggja mikla áherslu á meint afrán skíðishvala á nytjafisk og jafnstöðulíkan sem gerir ráð fyrir að með svolitlum hvalveiðum megi hafa áhrif á bolfiskstofna einhvern tíma í framtíðinni og auka þá. Hér er byggt á afránslíkani sem kynnt var fyrir alllöngu (Gunnar Stefánsson, Jóhann Sigurjónsson og Gísli A. Víkingsson, J. Northw. Atl. Fish. Sci., 22 (1997), 357-370). Líkanið er ofureinföldun sem hefur ekki hlotið stuðning og virðist óþarfi að nudda höfundum upp úr því eftir mörg ár, en skrýtið er að sjá það nú afturgengið og endurselt stjórnvöldum í hagfræðilegum umbúðum. Líkan þetta er svokallað topp-niður („top-down") líkan og er þá gengið út frá því að át (afrán) dýra á efra næringarþrepi stjórni framleiðslu stofna á neðri þrepum fæðuvefsins. Önnur gerð líkans er botn-upp („bottom-up") og gerir ráð fyrir því gagnstæða, nefnilega að framleiðsla á neðri þrepum fæðuvefsins stjórni stofnum á efri þrepum. Ýmis dæmi eru um að hvor líkansgerðin um sig eða báðar saman geti átt við í einstökum tilvikum. Afránslíkanið byggir á hugmyndinni um langtímajafnvægi. Það einfaldar útreikninga en spyrja má hvort slíkt jafnvægi sé til, enda mjög háð tilviljanabundnum atburðum á löngum tíma. Um þessar mundir er til dæmis að koma í ljós að breytingar á hafstraumum geta flutt lífsskilyrði í uppsjónum til um langar vegalengdir og gerbreytt þannig fæðugrundvelli fiska, sjófugla og sjávarspendýra. Einmitt þetta virðist hafa gerst hér við land upp úr 1996 (sjá H. Hátún o.fl., Progr. Oceanogr., 80 (2009), 149-162) og birtist meðal annars í hruni sandsílis, sem er ein helsta fæða þorsks, ufsa, kríu, lunda, hrefnu og margra annarra tegunda á landgrunninu. Fæða þessara dýra fyrir og eftir hrun sandsílisins er gerbreytt og hugmyndin um einsleita fæðusamsetningu í langan tíma stenst ekki. Nokkurrar pólitískrar dulúðar gætir í skýrslu Hagfræðistofnunar þegar rætt er um rétt Íslendinga til að stunda hvalveiðar. Til dæmis segir (bls. 11) „ ... snerta hvalveiðar almennt grundvallarrétt þjóðarinnar til að nýta á sjálfbæran hátt auðlindir sínar. Þær hafi jafnframt menningarlegt gildi á grundvelli aldalangrar sögu sinnar..." Hér er látið í það skína að viðkomandi hvalategundir séu auðlind okkar en ekki fjölþjóðleg auðlind, farstofnar sem margar þjóðir eiga hlutdeild í. Menningarlegt gildi byggt á aldalangri sögu er líka óútskýrt. Er kannski átt við súrsað rengi? Sömu óljósu staðhæfingar virðast koma aftur fyrir í skýrslulok (bls. 53): „ ... Bent hefur verið ... fyrr í skýrslunni á þær stóru átakalínur sem hér er verið að verja ...". - Hverjar eru þessar stóru átakalínur og í hverju felast varnirnar? Þótt vistfræði og hagfræði eigi sér marga snertifleti, skal ekki orðlengt hér um hagfræði utan eftirfarandi atriði: Skýrslan á að fjalla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, en árið 2010 eru bein áhrif hvalveiða einkum: 1) Virðisauki af veiðum og afurðum tveggja hvaltegunda, langreyðar og hrefnu, sem er metinn um 1000 milljónir króna á ári. 2) Neikvæð áhrif á aðra atvinnugrein, hvalaskoðun, en virðisauki af henni er áætlaður 300-500 milljónir. Á þessum tveimur greinum er þó reginmunur. Hvalveiðar Íslendinga í upphafi 21. aldar eru smuguveiðar með afar takmarkaða vaxtarmöguleika en virðast einkum stundaðar af þjóðrembu. Hvalaskoðun er hins vegar atvinnugrein í örum vexti og hefði verið tilhlýðilegt að hinir hagfróðu skýrsluhöfundar hefðu reynt að geta sér til um líklegan vaxtarferil hennar á allra næstu árum og taka með í framreikninga sína. Skýrsla Hagfræðistofnunar er sýnilega afleiðing margvíslegra kerfisgalla sem Íslendingar hafa komið sér upp á undanförnum áratugum í sjálfumglaðri einangrun. Kerfisgallarnir eru mjög lífseigir þrátt fyrir nýleg áföll. Því mætti í lokin benda á fáein atriði sem betur þurfa að fara ef við ætlum að nýta vísindaþekkingu í þágu betra mannlífs: 1) Nýleg lög um háskóla hafa ekki bætt rannsóknir á Íslandi. Þau þarf að endurskoða með það að markmiði að draga úr áhrifum svokallaðs atvinnulífs en auka þátttöku vísindamanna. 2) Þegar starfsmenn við rannsóknastofnanir Háskóla Íslands hyggjast gera fræðilegar skýrslur um efni sem eru utan við faglega þekkingu þeirra ber þeim að afla viðeigandi sérfræðiþekkingar. 3) Ekki er við hæfi að gefin séu út fræðileg rit og skýrslur án þess að fyrir liggi gagnrýni ótengdra sérfræðinga (sjálfstætt jafningjamat). Kaupendum slíkra verka, hvort sem eru ráðuneyti, stofnanir eða fyrirtæki, ber að afla slíks mats áður en til þess kemur að nýta niðurstöðurnar. Reykjavík 8. apríl 2010. Arnþór Garðarsson prófessor emeritus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kom út skýrsla eftir hagfræðingana Gunnar Haraldsson, Kristófer Gunnlaugsson, Daða Má Kristófersson, Ragnar Árnason og Svein Agnarsson, sem sögð er unnin samkvæmt samningi Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands við landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Skýrslan birtist á vef sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins 29. mars 2010 og segir þar að von ráðherra sé að hún geti orðið „ ... tilefni áframhaldandi upplýstrar umræðu um hvali við Ísland." Samkvæmt gildandi starfsreglum Háskóla Íslands er skýrslan á ábyrgð höfunda eða Hagfræðistofnunar, enda getur enginn látið uppi álit Háskóla Íslands annar en háskólafundur, háskólaráð eða rektor í umboði þeirra. Tilkynnt var í apríl 2009 að ráðuneytið ætlaði að láta kanna áhrif á hvalveiða á þjóðarhag og hefði fengið til þess verks Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Að óreyndu hefði mátt búast við að málið yrði skoðað af fræðilegu hlutleysi og notaðar til þess bestu heimildir og líkön. Því miður vekur nýbirt skýrsla Hagfræðistofnunar helst athygli fyrir óvandaða fræðimennsku, og virðist ekki líkleg til að stuðla að upplýstri umræðu, en er til þess fallin að draga úr áliti Háskóla Íslands. Í skýrslunni eru skrár og inngangsatriði á 13 blaðsíðum, um hvalveiðar og hvalavistfræði er fjallað á 37 síðum, um hvalaskoðun og ferðaþjónustu á samtals 8 blaðsíðum. Þessi samsetning er umhugsunarverð. Margir hafa lýst áhyggjum af áhrifum yfirlýstrar hvalveiðistefnu á ferðaþjónustu sem er vaxandi atvinnuvegur og byggist einkum á náttúruundrum Íslands sem talist hafa til stórmerkja allt frá miðöldum (sjá t.d. Konungs skuggsjá). Undirstaða ferðaþjónustu eru almennar náttúrurannsóknir, sem hafa löngum verið hornreka hér á landi en mest verið reknar sem hliðarspor í nafni landbúnaðar, sjávarútvegs og orkuiðnaðar. Fjallað er allítarlega um vistfræði hvala og hvalveiðar eins og þær koma höfundum fyrir sjónir, og eru tíndar til opinberar tölur og greinargerðir frá hvalafræðingum. Skýrsluhöfundar leggja mikla áherslu á meint afrán skíðishvala á nytjafisk og jafnstöðulíkan sem gerir ráð fyrir að með svolitlum hvalveiðum megi hafa áhrif á bolfiskstofna einhvern tíma í framtíðinni og auka þá. Hér er byggt á afránslíkani sem kynnt var fyrir alllöngu (Gunnar Stefánsson, Jóhann Sigurjónsson og Gísli A. Víkingsson, J. Northw. Atl. Fish. Sci., 22 (1997), 357-370). Líkanið er ofureinföldun sem hefur ekki hlotið stuðning og virðist óþarfi að nudda höfundum upp úr því eftir mörg ár, en skrýtið er að sjá það nú afturgengið og endurselt stjórnvöldum í hagfræðilegum umbúðum. Líkan þetta er svokallað topp-niður („top-down") líkan og er þá gengið út frá því að át (afrán) dýra á efra næringarþrepi stjórni framleiðslu stofna á neðri þrepum fæðuvefsins. Önnur gerð líkans er botn-upp („bottom-up") og gerir ráð fyrir því gagnstæða, nefnilega að framleiðsla á neðri þrepum fæðuvefsins stjórni stofnum á efri þrepum. Ýmis dæmi eru um að hvor líkansgerðin um sig eða báðar saman geti átt við í einstökum tilvikum. Afránslíkanið byggir á hugmyndinni um langtímajafnvægi. Það einfaldar útreikninga en spyrja má hvort slíkt jafnvægi sé til, enda mjög háð tilviljanabundnum atburðum á löngum tíma. Um þessar mundir er til dæmis að koma í ljós að breytingar á hafstraumum geta flutt lífsskilyrði í uppsjónum til um langar vegalengdir og gerbreytt þannig fæðugrundvelli fiska, sjófugla og sjávarspendýra. Einmitt þetta virðist hafa gerst hér við land upp úr 1996 (sjá H. Hátún o.fl., Progr. Oceanogr., 80 (2009), 149-162) og birtist meðal annars í hruni sandsílis, sem er ein helsta fæða þorsks, ufsa, kríu, lunda, hrefnu og margra annarra tegunda á landgrunninu. Fæða þessara dýra fyrir og eftir hrun sandsílisins er gerbreytt og hugmyndin um einsleita fæðusamsetningu í langan tíma stenst ekki. Nokkurrar pólitískrar dulúðar gætir í skýrslu Hagfræðistofnunar þegar rætt er um rétt Íslendinga til að stunda hvalveiðar. Til dæmis segir (bls. 11) „ ... snerta hvalveiðar almennt grundvallarrétt þjóðarinnar til að nýta á sjálfbæran hátt auðlindir sínar. Þær hafi jafnframt menningarlegt gildi á grundvelli aldalangrar sögu sinnar..." Hér er látið í það skína að viðkomandi hvalategundir séu auðlind okkar en ekki fjölþjóðleg auðlind, farstofnar sem margar þjóðir eiga hlutdeild í. Menningarlegt gildi byggt á aldalangri sögu er líka óútskýrt. Er kannski átt við súrsað rengi? Sömu óljósu staðhæfingar virðast koma aftur fyrir í skýrslulok (bls. 53): „ ... Bent hefur verið ... fyrr í skýrslunni á þær stóru átakalínur sem hér er verið að verja ...". - Hverjar eru þessar stóru átakalínur og í hverju felast varnirnar? Þótt vistfræði og hagfræði eigi sér marga snertifleti, skal ekki orðlengt hér um hagfræði utan eftirfarandi atriði: Skýrslan á að fjalla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, en árið 2010 eru bein áhrif hvalveiða einkum: 1) Virðisauki af veiðum og afurðum tveggja hvaltegunda, langreyðar og hrefnu, sem er metinn um 1000 milljónir króna á ári. 2) Neikvæð áhrif á aðra atvinnugrein, hvalaskoðun, en virðisauki af henni er áætlaður 300-500 milljónir. Á þessum tveimur greinum er þó reginmunur. Hvalveiðar Íslendinga í upphafi 21. aldar eru smuguveiðar með afar takmarkaða vaxtarmöguleika en virðast einkum stundaðar af þjóðrembu. Hvalaskoðun er hins vegar atvinnugrein í örum vexti og hefði verið tilhlýðilegt að hinir hagfróðu skýrsluhöfundar hefðu reynt að geta sér til um líklegan vaxtarferil hennar á allra næstu árum og taka með í framreikninga sína. Skýrsla Hagfræðistofnunar er sýnilega afleiðing margvíslegra kerfisgalla sem Íslendingar hafa komið sér upp á undanförnum áratugum í sjálfumglaðri einangrun. Kerfisgallarnir eru mjög lífseigir þrátt fyrir nýleg áföll. Því mætti í lokin benda á fáein atriði sem betur þurfa að fara ef við ætlum að nýta vísindaþekkingu í þágu betra mannlífs: 1) Nýleg lög um háskóla hafa ekki bætt rannsóknir á Íslandi. Þau þarf að endurskoða með það að markmiði að draga úr áhrifum svokallaðs atvinnulífs en auka þátttöku vísindamanna. 2) Þegar starfsmenn við rannsóknastofnanir Háskóla Íslands hyggjast gera fræðilegar skýrslur um efni sem eru utan við faglega þekkingu þeirra ber þeim að afla viðeigandi sérfræðiþekkingar. 3) Ekki er við hæfi að gefin séu út fræðileg rit og skýrslur án þess að fyrir liggi gagnrýni ótengdra sérfræðinga (sjálfstætt jafningjamat). Kaupendum slíkra verka, hvort sem eru ráðuneyti, stofnanir eða fyrirtæki, ber að afla slíks mats áður en til þess kemur að nýta niðurstöðurnar. Reykjavík 8. apríl 2010. Arnþór Garðarsson prófessor emeritus
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun