Innlent

Gríðarleg aukning á vatnsmagni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vatnavextir eru á Gígjökli. Mynd/ Vilhelm.
Vatnavextir eru á Gígjökli. Mynd/ Vilhelm.
Gríðarleg aukning á vatnsmagni hefur mælst við Gígjökul og má segja að þar sé komið flóð. Vatnsmagn hefur aukist um 20-30 sentimetra síðan rétt fyrir klukkan sjö.

Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingi Veðurstofunnar hefur enn enginn séð gosið sjálft. Hins vegar hafa tvær tilkynningar borist um gufubólstra. Bendir það til þess að gos sé hafið sem gæti verið svipað að stærð og gosið í Fimmvörðuhálsi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×