Körfubolti

Unnur Tara aðeins einu stigi frá stigameti Íslendings

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir.
KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir. Mynd/Valli
KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir átti frábæran leik í 83-61 sigri KR á Hamar í DHL-höllinni í gær í þriðja leik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Unnur Tara skoraði 33 stig í leiknum og hitti úr 13 af 19 skotum sínum sem er mögnuð skotnýting í svona mikilvægum leik.

Unnur Tara var aðeins einu stig frá því að jafna stigamet Íslendings í lokaúrslitum kvenna en það á Hanna Björg Kjartansdóttir sem skoraði 34 stig fyrir Keflavík í sigri á KR í þriðja leik lokaúrslitanna 23. mars 1993.

Helena Sverrisdóttir var líka einu stigi frá metinu þegar hún skoraði 33 stig í sigri Hauka á Keflavík í fjórða leik lokaúrslitanna 7. apríl 2007. Hildur Sigurðardóttir er síðan þriðji íslenski leikmaðurinn sem hefur náð að brjóta 30 stiga múrinn í lokaúrslitum kvenna en hún skoraði 30 stig fyrir KR í cc. leik á móti Haukum í fyrra.





Eins og sjá má kortinu hér til hliðar þá var Unnur Tara að skora þessar körfur víðsvegar í og í kringum teiginn. Fjórar af þrettán körfum hennar komu fyrir utan teiginn.



Stig og skotnýtingin Unnar Töru eftir leikhlutum:


1.leikhluti - 14 stig - hitti úr 5 af 8 skotum (63%)

2.leikhluti - 6 stig - hitti úr 3 af 3 skotum (100%)

3.leikhluti - 9 stig - hitti úr 3 af 5 skotum (60%)

4.leikhluti - 4 stig - hitti úr 2 af 3 skotum (67%)

Flest stig Íslendings í lokaúrslitum kvenna:

34 Hanna Björg Kjartansdóttir, Keflavík (á móti KR 23. mars 1993)

33 Helena Sverrisdóttir, Haukar (á móti Keflavík 7. apríl 2007)

33 Unnur Tara Jónsdóttir, KR (á móti Hamar 31. mars 2010)

30 Hildur Sigurðardóttir, KR (á móti Haukum 23. mars 2009)

29 Helena Sverrisdóttir, Haukar (á móti Keflavík 14. apríl 2007)

28 Guðbjörg Norðfjörð, KR (á móti ÍS 2. apríl 2002)

27 Hanna Björg Kjartansdóttir, KR (á móti Keflavík 28. mars 1998)

27 Björg Hafsteinsdóttir, Keflavík (á móti Breiðabliki 31. mars 1995)

27 Kristrún Sigurjónsdóttir, Hamar (á móti KR 26. mars 2010)

26 Guðbjörg Norðfjörð, KR (á móti Keflavík 26. mars 1996)

26 María Ben Erlingsdóttir, Keflavík (á móti Haukum 7. apríl 2007)

26 Helga Þorvaldsdóttir, KR (á móti Keflavík 8. apríl 1994)

26 Hildur Sigurðardóttir, KR (á móti Keflavík 30. mars 2008)

26 Anna María Sveinsdóttir, Keflavík (á móti KR 3.apríl 2002)

26 Olga Færseth, Keflavík (á móti KR 15. apríl 1994)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×