Níu þingmenn Hallgrímur Helgason skrifar 29. júní 2010 07:30 Við réðumst öll á Alþingi. Hvað vorum við mörg? Sjö hundruð? Eitt þúsund? Tíu þúsund? Börðum potta og pönnur. Hrópuðum og kölluðum. Börðum í rúður og grýttum eggjum, snjóboltum og snýtubréfum. Einhverjir voru fyrr á ferð og komust upp á palla. Öskruðu þar á þingmenn að koma sér út. Gott hjá þeim. Stjórnmálastéttin hafði brugðist, við því varð að bregðast. Þúsundir stóðu á Austurvelli, þau heitustu inní Alþingisgarði. Bónusfáni blakti á þaki þinghússins. Undir sátu þingmenn Baugs og FL, Landsbankans og Kaupþings, sem fengið höfðu styrk í vasa og stólinn góða. Sátu þar að loknu landsins hruni sem framkallað var af þessum stuðningsaðilum þeirra, hjásetu þeirra sjálfra og flokkssystkina þeirra, amatöranna í ríkisstjórn og Seðlabanka. Sátu þar og héldu að þeir fengju frið til þings. Eftir á að hyggja er maður mest hissa á því þingmenn hafi sloppið þurrum fötum frá reiði þjóðar sinnar. Einu og hálfu ári síðar sitja styrkþegarnir enn á þingi, þótt stóllinn þeirra lykti af illa fengnu útrásarfé og ýmsu fleiru sem sessan geymir. Þeim þykir í lagi að sitja á Alþingi í boði glæpamanna sem settu þjóðfélagið á hausinn, þrykktu krónunni í gegnum gólfið, lánum okkar upp í rjáfur og neita nú síðast að mæta í lögboðnar yfirheyrslur. Síðan bíta þessir sömu þingmenn höfuð af skömm sinni með því að sitja samþykkir því að þeirra eigin stofnun, Alþingi, dragi níu manns fyrir rétt vegna „árásar" á þá sömu stofnun. Einu og hálfu ári eftir Hrun hefur enginn verið kallaður fyrir dómara nema þessir níu. Enginn útrásarvíkingur, enginn bankastjóri, enginn Icesave-meistari, enginn Seðlabankastjóri, enginn ráðherra, enginn þingmaður. „Vont er þeirra ranglæti en verra þeirra réttlæti." Æ, ég trúi því ekki að ég sé að vitna hér í Jón Hreggviðsson í umfjöllun um okkar „upplýsta lýðræðisþjóðfélag við upphaf tuttugustu og fyrstu aldar", en þar hafiði það: Ísland virðist aðeins hafa verið uppfært, líkt og tölvuforrit; í eðli sínu hefur það ekkert breyst. Í dag býr Hr. Hreggviðsson í Salahverfinu í íbúð sem hann keypti á lánum sem nú eru komin í tvöfalt virði eignarinnar og ekur um á litlum slyddujeppa sem hann þyrfti að losa sig við en getur það ekki vegna þess að hann „á ekki fyrir sölunni". Í eftirhrunsreiði sinni varð honum á að rekast í þingvörð og skal nú fyrstum refsað í átakinu: Réttlæti eftir hrun. Það særir mann kannski mest hvað þetta hljómar klisjukennt en við erum víst enn að dæma snærisþjófa á meðan stórbokkarnir sitja seigfullir í höllum sínum erlendis. Réttvísin rýkur inn á moldargólf en stöðvast við gylltan þröskuld. Um Rússland er sagt að það verði alltaf keisaraveldi, með tilheyrandi aðli og einræði. Jafnvel kommúnisminn breyttist í ennþá spilltara keisaraveldi í höndum þessa fólks. Kannski tekur þúsund ár að breyta þjóðarhugsun, kannski er það ekki hægt. Ísland virðist dæmt til að verða eilíf nýlenda þar sem hátopparnir eru fastir í óskiljanlegri samkeppni við erlendar hirðir og berja á lágtoppunum heima sem aftur berja á embættismönnum sem taka pirring sinn út á Jóni og Gunnu Hreggviðsbörnum. Hér er ennþá unnið eftir reglunni: Sá sem stal húsinu sleppur en sá sem braut í því rúðu skal dæmdur. Setningin „Drullið ykkur út!" sem glumdi af pöllum yfir þingheim eftir að allt okkar efnahagslíf var hrunið var ekki „árás á Alþingi" heldur virðing við Alþingi, tilraun til að rusla út svo endurreisn gæti hafist. Í raun var þetta aðeins vinsamleg ábending til hrunameistara Íslands, sem þáðu þingsæti sín af útrásarvíkingum og sátu prúðir hjá, á sínum eigin lögum og reglugerðum, á meðan hetjurnar hlóðu í loftkastalann yfir höfðum okkar, að pilla sér úr augsýn þjóðar í sárum. Alþingi Íslendinga lögsækir níu manneskjur fyrir að benda þingmönnum á hið augljósa: Þeir brugðust og ber að víkja. Alþingi Íslendinga vill níu manneskjur í fangelsi fyrir þau sannleiksorð. Vill að þau sitji inni mánuðum saman fyrir þá stóru sök. Alþingi Íslendinga ætti fremur að sækja níu þingmenn úr eigin röðum og biðja þá að hlýða ráðum níumenninganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Við réðumst öll á Alþingi. Hvað vorum við mörg? Sjö hundruð? Eitt þúsund? Tíu þúsund? Börðum potta og pönnur. Hrópuðum og kölluðum. Börðum í rúður og grýttum eggjum, snjóboltum og snýtubréfum. Einhverjir voru fyrr á ferð og komust upp á palla. Öskruðu þar á þingmenn að koma sér út. Gott hjá þeim. Stjórnmálastéttin hafði brugðist, við því varð að bregðast. Þúsundir stóðu á Austurvelli, þau heitustu inní Alþingisgarði. Bónusfáni blakti á þaki þinghússins. Undir sátu þingmenn Baugs og FL, Landsbankans og Kaupþings, sem fengið höfðu styrk í vasa og stólinn góða. Sátu þar að loknu landsins hruni sem framkallað var af þessum stuðningsaðilum þeirra, hjásetu þeirra sjálfra og flokkssystkina þeirra, amatöranna í ríkisstjórn og Seðlabanka. Sátu þar og héldu að þeir fengju frið til þings. Eftir á að hyggja er maður mest hissa á því þingmenn hafi sloppið þurrum fötum frá reiði þjóðar sinnar. Einu og hálfu ári síðar sitja styrkþegarnir enn á þingi, þótt stóllinn þeirra lykti af illa fengnu útrásarfé og ýmsu fleiru sem sessan geymir. Þeim þykir í lagi að sitja á Alþingi í boði glæpamanna sem settu þjóðfélagið á hausinn, þrykktu krónunni í gegnum gólfið, lánum okkar upp í rjáfur og neita nú síðast að mæta í lögboðnar yfirheyrslur. Síðan bíta þessir sömu þingmenn höfuð af skömm sinni með því að sitja samþykkir því að þeirra eigin stofnun, Alþingi, dragi níu manns fyrir rétt vegna „árásar" á þá sömu stofnun. Einu og hálfu ári eftir Hrun hefur enginn verið kallaður fyrir dómara nema þessir níu. Enginn útrásarvíkingur, enginn bankastjóri, enginn Icesave-meistari, enginn Seðlabankastjóri, enginn ráðherra, enginn þingmaður. „Vont er þeirra ranglæti en verra þeirra réttlæti." Æ, ég trúi því ekki að ég sé að vitna hér í Jón Hreggviðsson í umfjöllun um okkar „upplýsta lýðræðisþjóðfélag við upphaf tuttugustu og fyrstu aldar", en þar hafiði það: Ísland virðist aðeins hafa verið uppfært, líkt og tölvuforrit; í eðli sínu hefur það ekkert breyst. Í dag býr Hr. Hreggviðsson í Salahverfinu í íbúð sem hann keypti á lánum sem nú eru komin í tvöfalt virði eignarinnar og ekur um á litlum slyddujeppa sem hann þyrfti að losa sig við en getur það ekki vegna þess að hann „á ekki fyrir sölunni". Í eftirhrunsreiði sinni varð honum á að rekast í þingvörð og skal nú fyrstum refsað í átakinu: Réttlæti eftir hrun. Það særir mann kannski mest hvað þetta hljómar klisjukennt en við erum víst enn að dæma snærisþjófa á meðan stórbokkarnir sitja seigfullir í höllum sínum erlendis. Réttvísin rýkur inn á moldargólf en stöðvast við gylltan þröskuld. Um Rússland er sagt að það verði alltaf keisaraveldi, með tilheyrandi aðli og einræði. Jafnvel kommúnisminn breyttist í ennþá spilltara keisaraveldi í höndum þessa fólks. Kannski tekur þúsund ár að breyta þjóðarhugsun, kannski er það ekki hægt. Ísland virðist dæmt til að verða eilíf nýlenda þar sem hátopparnir eru fastir í óskiljanlegri samkeppni við erlendar hirðir og berja á lágtoppunum heima sem aftur berja á embættismönnum sem taka pirring sinn út á Jóni og Gunnu Hreggviðsbörnum. Hér er ennþá unnið eftir reglunni: Sá sem stal húsinu sleppur en sá sem braut í því rúðu skal dæmdur. Setningin „Drullið ykkur út!" sem glumdi af pöllum yfir þingheim eftir að allt okkar efnahagslíf var hrunið var ekki „árás á Alþingi" heldur virðing við Alþingi, tilraun til að rusla út svo endurreisn gæti hafist. Í raun var þetta aðeins vinsamleg ábending til hrunameistara Íslands, sem þáðu þingsæti sín af útrásarvíkingum og sátu prúðir hjá, á sínum eigin lögum og reglugerðum, á meðan hetjurnar hlóðu í loftkastalann yfir höfðum okkar, að pilla sér úr augsýn þjóðar í sárum. Alþingi Íslendinga lögsækir níu manneskjur fyrir að benda þingmönnum á hið augljósa: Þeir brugðust og ber að víkja. Alþingi Íslendinga vill níu manneskjur í fangelsi fyrir þau sannleiksorð. Vill að þau sitji inni mánuðum saman fyrir þá stóru sök. Alþingi Íslendinga ætti fremur að sækja níu þingmenn úr eigin röðum og biðja þá að hlýða ráðum níumenninganna.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun