Viðskipti innlent

Sprotakjaftæði

„Stundum verða menn þreyttir á öllu þessu sprotakjaftæði,“ sagði Össur Skarphéðinsson, iðnaðar- og sprotamálaráðherra, á ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í gær.

Össur hefur verið ötull forsvarsmaður íslenskrar frumkvöðlastarfsemi eftir efnahagshrunið í haust og gripið til margra ráða til að gera litlum og framsæknum hugsuðum kleift að gera raunhæfustu drauma sína að veruleika.

Össur sló á létta strengi þrátt fyrir allt í gær og sagði andstöðuna gegn sprotastarfinu ekki bíta á sig. Þvert á móti eflist hann í trúnni á að frum­kvöðla­verkin styrki land­ið enda stoðirnar dreifð­ari nú en þegar flest byggðist á fjármálageira­num.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×