Viðskipti erlent

Markaður með einkaþotur er hruninn

Hundruð einstaklinga og félaga vilja selja einkaþotur sínar en hvergi er hægt að finna kaupenda að þeim í augnablikinu. Markaðurinn með einkaþotur r algerlega hruninn.

Fjallað er um málið í Dagens Næringsliv. Þar er haft eftir Gründer Alfred Ydstebö stjóra hjá Acta að markaðurinn sé ömurlegur. "Ég hefði aldrei fest kaup á þessari þotu ef ég hefði vitað hve erfitt er að losna við hana aftur," segir Ydstebö sem hefur árangurslaust reynt að losa sig við Cessna Citation þotu sín sem verðlögð er á rúmlega 1,6 milljarð kr..

Aker-system í eigu auðmannsins Kjell Inge Rökke hefur heldur ekki tekist að losa sig við sína þotu þótt verðmiðinn á henni sé aðeins tæplega 500 milljónir kr. Sú þota var keypt árið 2000.

Í Noregi eru nú 17 einkaþotur og þyrlur til sölu sem er aðeins brotabrot af framboðinu í heiminum öllum. Tor Bratli hjá Sundt Air sem leigir margar af einkaþotunum sem eru í notkun í Noregi segir að það bætist nú við vélar til sölu á hverjum degi. "Vandamálið er að ekki eitt einasta kauptilboð kemur á móti," segir Bratli







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×