Viðskipti erlent

Niðurskurður Rio Tinto kemur ekki við kaunin í Straumsvík

Hin umfangsmikli niðurskuður hjá Rio Tinto mun ekki hafa bein áhrif á starfsemi álversins í Straumsvík. Ólafur Teitur Guðnason fjölmiðlafulltrúi álversins segir að þeir muni þurfa að hagræða í rekstri sínum eins og kostur er eftir sem áður.

"Við erum í sömu stöðu og flest önnur álver í heiminum," segir Ólafur Teitur. "Við verðum að leita allra leiða til að hagræða í rekstrinum. En ákvörðun Rio Tinto kemur ekki beint við okkur. Framleiðslan er á fullum dampi og engin áform um að draga úr henni eða segja upp starfsmönnum."

Samkvæmt fréttum mun Rio Tinto ætla að segja upp 14.000 manns á heimsvísu og grynnka á skuldum sínum um 10 milljarða dollara, eða um nær 1.200 milljarða kr. fyrir lok árs 2009.

Eitt stærsta vandamál fyrirtækisins er sá skuldabaggi sem Rio Tinto tók á sig þegar það keypti álrisann Alcan í fyrra og eignaðist í leiðinni álverið í Straumsvík.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×