Viðskipti innlent

Ráðherra orkumála?

Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingar
Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingar
Tilkynning forsætisráðherra um tólf aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja vakti nokkra athygli í gær. Glöggir menn tóku þó eftir litlu atriði í tilkynningunni, sem kann að boða mikil tíðindi. Þar kemur nefnilega fram að iðnaðar- og orkumálaráðherra hafi átt sæti í nefndinni sem mótaði tillögurnar. Hefur sá ráðherratitill ekki sést áður í opinberum tilkynningum og þykir benda til þeirra áherslna sem Össur Skarphéðinsson vill beita sér fyrir í ráðuneytinu. Hefði ekki mátt bæta við olíumálaráðherra?




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×