Viðskipti innlent

Seðlabankastjóri vill ekki endurreisa Þjóðhagsstofnun

Davíð Oddsson seðlabankastjóri.
Davíð Oddsson seðlabankastjóri.

Davíð Oddsson seðlabankastjóri segist vera ósammála hugmyndum, sem ræddar hafa verið á Alþingi, um að endurreisa Þjóðhagsstofnun.

Davíð segir að Þjóðhagsstofnun hafi gert margt gott þegar hún starfaði. Hins vegar hafi verið rætt um það í fimmtán ár að leggja hana niður áður en það var svo gert að veruleika. Davíð segir að sú þekking sem Þjóðhagsstofnun hafi búið yfir liggi víða núna. Meðal annars hjá Alþýðusambandinu, atvinnurekendum, deildum við háskólana.

„Þjóðhagsstofnun var orðin óþörf viðbót við þetta og þess vegna var hún lögð af ," sagði Davíð.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×