Boðuð mótmæli höfðu ekki áhrif á handtöku Hauks 23. nóvember 2008 17:42 Haukur Hilmarsson. Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar leggur áherslu á að handataka Hauks Hilmarssonar hafði ekkert með boðuð mótmæli á Austurvelli í gær að gera. Hauki hafi verið gefinn kostur á því við handtöku á föstudaginn að greiða sektina og komast þannig hjá afplánun vararefsingarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri hjá innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaði, ritar undir. Haukur flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði var handtekinn á föstudagskvöldið. Lögregla greip manninn þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi. Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara. Í tilkynningunni kemur fram að Haukur hóf afplánun vararefsingar vegna tveggja sektardóma í ágústmánuði 2007 eins og fram hefur komið. ,,Eftir að hann hafði afplánað vararefsingu annars dómsins varð að vísa honum frá vegna plássleysis í fangelsum ríkisins og gert ráð fyrir að hann afplánaði hinn dóminn síðar," segir í tilkynningunni. 11. nóvember var Haukur eftirlýstur til handtöku af innheimtumiðstöðinni í miðlægu kerfi lögreglunnar vegna afplánunar vararefsingar en hvorki hafði verið greitt eða samið um eftirstandandi sekt. ,,Umræddur aðili var fyrir mistök starfsmanna innheimtumiðstöðvarinnar ekki boðaður að nýju til afplánunar. Það skal tekið fram að ferill þessa máls er einsdæmi hvað varðar að færa menn til afplánunar að nýju eftir að hafa afplánað vararefsingu að hluta." Þá kemur fram í tilkynningunni að á síðustu fjórum vikum hafi 150 einstaklingar verið eftirlýstir í handtöku vegna afplánunar vararefsingar sekta af innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar. Í síðustu viku voru sjö þeirra handteknir og færðir til afplánunar. Tengdar fréttir Segir lögreglu hafa beitt lágmarks valdbeitingu ,,Varnarúðinn var það eina sem við beittum. Það var tekist á þetta verkefni með algjöri lágmarks valdbeitingu," sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um atburði dagsins. 22. nóvember 2008 20:00 Út með Hauk- Inn með Geir Fimm hundruð manns söfnuðust frammi fyrir lögreglustöðinni í Reykjavík í gær og kröfðust þess að Haukur Hilmarsson yrði látinn laus. 23. nóvember 2008 06:00 Haukur Bónusfánaflaggari laus úr haldi Haukur Hilmarsson sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði og var handtekinn í gærkvöldi var sleppt lausum nú fyrir stundu. Fjölmennur hópur fólks hafði þá staðið fyri mótmælum fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm og krafist þess að honum yrði sleppt. 22. nóvember 2008 18:05 Var ekki handtekinn til að koma í veg fyrir þátttöku í mótmælum Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu vísar því á bug að Haukur Hilmarsson hafi verið handtekinn til þess að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í mótmælaaðgerðum í gær. Hann segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. 23. nóvember 2008 12:06 Boðaði byltingu við fögnuð Mótmælandinn Haukur Hilmarsson boðaði í gær „algjöra, almenna og tafarlausa byltingu“ eftir að honum var sleppt úr fangelsi um sexleytið í gærkvöldi. 23. nóvember 2008 05:00 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar leggur áherslu á að handataka Hauks Hilmarssonar hafði ekkert með boðuð mótmæli á Austurvelli í gær að gera. Hauki hafi verið gefinn kostur á því við handtöku á föstudaginn að greiða sektina og komast þannig hjá afplánun vararefsingarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Erna Björg Jónmundsdóttir, deildarstjóri hjá innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaði, ritar undir. Haukur flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði var handtekinn á föstudagskvöldið. Lögregla greip manninn þar sem hann var í vísindaferð með háskólafélögum á Alþingi. Honum var umsvifalaust gert að afplána eldri dóm án lögbundins fyrirvara. Í tilkynningunni kemur fram að Haukur hóf afplánun vararefsingar vegna tveggja sektardóma í ágústmánuði 2007 eins og fram hefur komið. ,,Eftir að hann hafði afplánað vararefsingu annars dómsins varð að vísa honum frá vegna plássleysis í fangelsum ríkisins og gert ráð fyrir að hann afplánaði hinn dóminn síðar," segir í tilkynningunni. 11. nóvember var Haukur eftirlýstur til handtöku af innheimtumiðstöðinni í miðlægu kerfi lögreglunnar vegna afplánunar vararefsingar en hvorki hafði verið greitt eða samið um eftirstandandi sekt. ,,Umræddur aðili var fyrir mistök starfsmanna innheimtumiðstöðvarinnar ekki boðaður að nýju til afplánunar. Það skal tekið fram að ferill þessa máls er einsdæmi hvað varðar að færa menn til afplánunar að nýju eftir að hafa afplánað vararefsingu að hluta." Þá kemur fram í tilkynningunni að á síðustu fjórum vikum hafi 150 einstaklingar verið eftirlýstir í handtöku vegna afplánunar vararefsingar sekta af innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar. Í síðustu viku voru sjö þeirra handteknir og færðir til afplánunar.
Tengdar fréttir Segir lögreglu hafa beitt lágmarks valdbeitingu ,,Varnarúðinn var það eina sem við beittum. Það var tekist á þetta verkefni með algjöri lágmarks valdbeitingu," sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um atburði dagsins. 22. nóvember 2008 20:00 Út með Hauk- Inn með Geir Fimm hundruð manns söfnuðust frammi fyrir lögreglustöðinni í Reykjavík í gær og kröfðust þess að Haukur Hilmarsson yrði látinn laus. 23. nóvember 2008 06:00 Haukur Bónusfánaflaggari laus úr haldi Haukur Hilmarsson sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði og var handtekinn í gærkvöldi var sleppt lausum nú fyrir stundu. Fjölmennur hópur fólks hafði þá staðið fyri mótmælum fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm og krafist þess að honum yrði sleppt. 22. nóvember 2008 18:05 Var ekki handtekinn til að koma í veg fyrir þátttöku í mótmælum Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu vísar því á bug að Haukur Hilmarsson hafi verið handtekinn til þess að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í mótmælaaðgerðum í gær. Hann segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. 23. nóvember 2008 12:06 Boðaði byltingu við fögnuð Mótmælandinn Haukur Hilmarsson boðaði í gær „algjöra, almenna og tafarlausa byltingu“ eftir að honum var sleppt úr fangelsi um sexleytið í gærkvöldi. 23. nóvember 2008 05:00 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Segir lögreglu hafa beitt lágmarks valdbeitingu ,,Varnarúðinn var það eina sem við beittum. Það var tekist á þetta verkefni með algjöri lágmarks valdbeitingu," sagði Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins í samtali við Vísi um atburði dagsins. 22. nóvember 2008 20:00
Út með Hauk- Inn með Geir Fimm hundruð manns söfnuðust frammi fyrir lögreglustöðinni í Reykjavík í gær og kröfðust þess að Haukur Hilmarsson yrði látinn laus. 23. nóvember 2008 06:00
Haukur Bónusfánaflaggari laus úr haldi Haukur Hilmarsson sem flaggaði Bónusfána á Alþingishúsinu í mótmælum fyrir hálfum mánuði og var handtekinn í gærkvöldi var sleppt lausum nú fyrir stundu. Fjölmennur hópur fólks hafði þá staðið fyri mótmælum fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm og krafist þess að honum yrði sleppt. 22. nóvember 2008 18:05
Var ekki handtekinn til að koma í veg fyrir þátttöku í mótmælum Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu vísar því á bug að Haukur Hilmarsson hafi verið handtekinn til þess að koma í veg fyrir að hann tæki þátt í mótmælaaðgerðum í gær. Hann segir málið eiga sér eðlilegar skýringar. 23. nóvember 2008 12:06
Boðaði byltingu við fögnuð Mótmælandinn Haukur Hilmarsson boðaði í gær „algjöra, almenna og tafarlausa byltingu“ eftir að honum var sleppt úr fangelsi um sexleytið í gærkvöldi. 23. nóvember 2008 05:00