Viðskipti innlent

Hreiðar og Sigurður samanlagt með 250 milljónir í laun í fyrra

Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson.
Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson.

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, var með um 110 milljónir króna í laun á síðasta ári og Sigurður Einarsson stjórnarformaður um 140 milljónir. Þetta kemur fram í ársskýrslu bankans.

Þar er tekið tillit til bæði launa, hlunninda og bónusa hjá báðum en ekki lífeyrissjóðsgreiðslna. Þær námu 28 milljónum króna hjá Hreiðari og 26 milljónum hjá Sigurði. Ef tekið er mið af launum, hlunnindum og bónusum eru mánaðarlaun Hreiðars um níu milljónir króna en mánaðarlaun Sigurðar nærri 12 milljónum.

Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, var með um 80 milljónir króna í laun á síðasta ári, og Lars Johansen, forstjóri bankans í Danmörku um 90 milljónir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,8
6
20.349
MARL
1,32
4
79.593
HAGA
0,74
3
141.155
N1
0,41
5
190.896
EIK
0,26
3
34.958

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,98
2
15.300
EIM
-0,73
4
23.410
SIMINN
0
4
20.348
SKEL
0
4
16.241
HEIMA
0
1
220
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.