Viðskipti erlent

Landsbankinn í Luxemborg tekinn til gjaldþrotaskipta

Dómstóll í Luxemborg hefur fyrirskipað að Landsbankinn þar í landi verði tekinn til gjaldþrotaskipta. Jafnframt hafa tveir skiptastjórar verið skipaðir til að fara með mál þrotabúsins.

Þetta segir í tilkynningu frá fjármálaeftirliti landsins CSSF. Samkvæmt frétt um málið á Reuters er reiknað með að örlög Kaupþings í Luxemborg ráðist í næstu viku. Glitnir í Luxemborg var hinsvegar seldur Nordea bankanum í síðasta mánuði.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×