Viðskipti innlent

Pálmi selur í Iceland og fleiri félögum - hagnaður upp á 80 milljarða

Pálmi Haraldsson.
Pálmi Haraldsson.
Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hefur selt hluti sína í Iceland, Landic Property, Booker, Goldsmith fyrir um 100 milljarða. Heimildir Vísis herma að hagnaður Fons af sölunni á hlutnum í Iceland sé um 75 milljarðar króna og yfir 80 milljarðar af heildarsölunni.

Heimildir Vísis herma að hópur fjárfesta, þar á meðal Stoðir, áður FL Group, hafi keypt hlut Fons í Iceland og hinum félögunum og að þau kaup séu fjármögnuð með hjálp frá Landsbankanum, Glitni og Kaupþing.

Ekki náðist í Pálma Haraldsson eða Jóhannes Kristinsson en ljóst er að Fons er, eftir þessi viðskipti, eitt öflugasta fjárfestingafélag á Íslandi. Heimildir Vísis herma að Fons muni í auknu mæli einbeita sér að flugrekstri á næstu misserum.

Söluhagnaður Fons á hlut sínum í Iceland-keðjunni er fimmtán milljörðum meiri en hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni þegar hann seldi búlgarska fjarskiptafyrirtækið BTC í fyrir rúmu ári. Sú sala hefur hingað til verið talin sú arðbærasta hjá íslenskum fjárfesti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×