Viðskipti innlent

Pálmi selur í Iceland og fleiri félögum - hagnaður upp á 80 milljarða

Pálmi Haraldsson.
Pálmi Haraldsson.

Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hefur selt hluti sína í Iceland, Landic Property, Booker, Goldsmith fyrir um 100 milljarða. Heimildir Vísis herma að hagnaður Fons af sölunni á hlutnum í Iceland sé um 75 milljarðar króna og yfir 80 milljarðar af heildarsölunni.

Heimildir Vísis herma að hópur fjárfesta, þar á meðal Stoðir, áður FL Group, hafi keypt hlut Fons í Iceland og hinum félögunum og að þau kaup séu fjármögnuð með hjálp frá Landsbankanum, Glitni og Kaupþing.

Ekki náðist í Pálma Haraldsson eða Jóhannes Kristinsson en ljóst er að Fons er, eftir þessi viðskipti, eitt öflugasta fjárfestingafélag á Íslandi. Heimildir Vísis herma að Fons muni í auknu mæli einbeita sér að flugrekstri á næstu misserum.

Söluhagnaður Fons á hlut sínum í Iceland-keðjunni er fimmtán milljörðum meiri en hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni þegar hann seldi búlgarska fjarskiptafyrirtækið BTC í fyrir rúmu ári. Sú sala hefur hingað til verið talin sú arðbærasta hjá íslenskum fjárfesti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,36
82
1.091.920
ORIGO
2,25
2
3.481
REITIR
1,24
3
101.924
HEIMA
0,91
1
11
ARION
0,87
3
130.285

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-0,84
1
200
VIS
-0,71
2
2.480
MARL
-0,52
10
181.238
FESTI
-0,2
3
42.932
SKEL
0
1
500
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.