Viðskipti erlent

Kína, Japan og Suður-Kórea í samstarf gegn kreppunni

Forsætisráðherrar og forsetar landanna hittust á fundi í Japan í gær.
Forsætisráðherrar og forsetar landanna hittust á fundi í Japan í gær. MYND/Getty
Japanar, Kínverjar og Suður-Kóreumenn hafa lagt til hliðar áratuga óvináttu og gert samkomulag um að berjast sameiginlega gegn kreppunni sem hrjáir efnahag þeirra. Öll löndin þrjú hafa búið við velsæld og vöxt undanfarin ár en nú stefnir í sama vanda og mörg önnur iðnríki eiga við að glíma. Fréttaskýrendur búast við að samstarf þeirra verði nánara en ríkja Evrópusambandið þar sem hver þjóð hugsar fyrst og fremst um sjálfa sig.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×