Flugbrautahlauparinn sér ekki eftir neinu 3. júlí 2008 18:50 "Við ætluðum að reyna að bjarga lífi Paul Ramses. En því miður held ég að það hafi ekki tekist," segir hinn 21 árs gamli Haukur Hilmarsson sem í morgun hljóp inn á flugbraut á Kelflavíkurflugvelli. Með Hauki í för var hinn 31 árs gamli Bandaríkjamaður Jason. Bæði Haukur og Jason hafa áður komist í kast við lögin eftir mótmælaaðgerðir sem þeir hafa tekið þátt í. Meðal annars á vegum Saving Iceland. Haukur og Jason segjast hafa hlupið út á flugbrautina til þess að stöðva flugtak vélar sem flytja átti pólitíska flóttamanninn Paul Ramses til Ítalíu. "Við fórum út á flugbrautina tveimur mínútum áður en hún átti að taka á loft. Við hlupum meðfram flugvélinni og svo fram fyrir hana og þaðan út á flugbrautina," segir Haukur. "Þar hoppuðum við og veifuðum höndunum. Ætlunin var að reyna að fá flugvélina við að hætta við flugtak," segir Haukur. Ekki leið á löngu þar til hópur öryggisvarða var sendur á eftir tvímenningunum. Þeir skiptu þá liði. Haukur hljóp í eina átt en Jason í aðra. Öryggisverðir hlupu Jason uppi en Haukur segist hafa verið keyrður í jörðina af opinni hurð í bíl sem öryggisverðirnir notuðu til þess að elta hann. Þeim var svo haldið þar til lögregla kom á svæðið og flutti þá á brott. Hauki og Jason var svo sleppt rétt eftir klukkan eitt í dag. Aspurður hvort hann hafi gert sér grein fyrir því að öryggi fólks hafi hugsanlega verið stofnað í hættu með þessari mótmælaaðgerð svarar Haukur: "Við gerðum okkur grein fyrir því að við værum örugglega að brjóta gegn öryggisreglugerðum sem ekki voru settar að ástæðulausu. En við mátum það þannig að hættan væri afar lítil. Mannréttindasjónarmiðin sem við vorum að reyna að koma á framfæri vógu þyngra". Haukur segist ekki óttast afleiðingar gjörða sinna þótt allt að sex ára fangelsisvist gæti beðið hans. "Ég sé ekki eftir neinu. Nú vona ég bara að Ingibjörg Sólrún geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að bjarga lífi Paul Ramses." Tengdar fréttir Flugvallahlauparar fámálir Búið er að yfirheyra mennina sem hlupu út á flugbraut í morgunn. Þeir voru þöglir sem gröfin við skýrslutöku og gáfu ekki upp ástæðu gjörða sinna. 3. júlí 2008 16:21 „Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. 3. júlí 2008 13:13 Ekkert ólögmætt við að beita Dyflinnarsamningnum Björn Bjarnason dóms-og kirkjumálaráðherra segir ekkert ólögmætt né athugavert við að beita Dyflinnarsamningnum frekar en öðrum milliríkjasamningum. 3. júlí 2008 15:15 Hlupu inn á flugbraut til að mótmæla brottflutningi Keníamannsins Í morgun klukkan 7:45 hlupu tveir menn inn á flugbrautina við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir voru handteknir og eru nú í fangeklefa hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Brotin eru litin mjög alvarlegum augum og geta varðað fangelsi allt að sex árum. 3. júlí 2008 09:33 Fékk ekki bréf um brottvísun úr landi Paul Ramses fékk ekki að sjá bréf um synjun á beiðni um hæli fyrr en í gærkvöldi. Bréfin hefðu átt að berast honum í apríl. Eiginkonu Paul finnst þetta ótrúleg vinnubrögð. 3. júlí 2008 16:33 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
"Við ætluðum að reyna að bjarga lífi Paul Ramses. En því miður held ég að það hafi ekki tekist," segir hinn 21 árs gamli Haukur Hilmarsson sem í morgun hljóp inn á flugbraut á Kelflavíkurflugvelli. Með Hauki í för var hinn 31 árs gamli Bandaríkjamaður Jason. Bæði Haukur og Jason hafa áður komist í kast við lögin eftir mótmælaaðgerðir sem þeir hafa tekið þátt í. Meðal annars á vegum Saving Iceland. Haukur og Jason segjast hafa hlupið út á flugbrautina til þess að stöðva flugtak vélar sem flytja átti pólitíska flóttamanninn Paul Ramses til Ítalíu. "Við fórum út á flugbrautina tveimur mínútum áður en hún átti að taka á loft. Við hlupum meðfram flugvélinni og svo fram fyrir hana og þaðan út á flugbrautina," segir Haukur. "Þar hoppuðum við og veifuðum höndunum. Ætlunin var að reyna að fá flugvélina við að hætta við flugtak," segir Haukur. Ekki leið á löngu þar til hópur öryggisvarða var sendur á eftir tvímenningunum. Þeir skiptu þá liði. Haukur hljóp í eina átt en Jason í aðra. Öryggisverðir hlupu Jason uppi en Haukur segist hafa verið keyrður í jörðina af opinni hurð í bíl sem öryggisverðirnir notuðu til þess að elta hann. Þeim var svo haldið þar til lögregla kom á svæðið og flutti þá á brott. Hauki og Jason var svo sleppt rétt eftir klukkan eitt í dag. Aspurður hvort hann hafi gert sér grein fyrir því að öryggi fólks hafi hugsanlega verið stofnað í hættu með þessari mótmælaaðgerð svarar Haukur: "Við gerðum okkur grein fyrir því að við værum örugglega að brjóta gegn öryggisreglugerðum sem ekki voru settar að ástæðulausu. En við mátum það þannig að hættan væri afar lítil. Mannréttindasjónarmiðin sem við vorum að reyna að koma á framfæri vógu þyngra". Haukur segist ekki óttast afleiðingar gjörða sinna þótt allt að sex ára fangelsisvist gæti beðið hans. "Ég sé ekki eftir neinu. Nú vona ég bara að Ingibjörg Sólrún geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að bjarga lífi Paul Ramses."
Tengdar fréttir Flugvallahlauparar fámálir Búið er að yfirheyra mennina sem hlupu út á flugbraut í morgunn. Þeir voru þöglir sem gröfin við skýrslutöku og gáfu ekki upp ástæðu gjörða sinna. 3. júlí 2008 16:21 „Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. 3. júlí 2008 13:13 Ekkert ólögmætt við að beita Dyflinnarsamningnum Björn Bjarnason dóms-og kirkjumálaráðherra segir ekkert ólögmætt né athugavert við að beita Dyflinnarsamningnum frekar en öðrum milliríkjasamningum. 3. júlí 2008 15:15 Hlupu inn á flugbraut til að mótmæla brottflutningi Keníamannsins Í morgun klukkan 7:45 hlupu tveir menn inn á flugbrautina við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir voru handteknir og eru nú í fangeklefa hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Brotin eru litin mjög alvarlegum augum og geta varðað fangelsi allt að sex árum. 3. júlí 2008 09:33 Fékk ekki bréf um brottvísun úr landi Paul Ramses fékk ekki að sjá bréf um synjun á beiðni um hæli fyrr en í gærkvöldi. Bréfin hefðu átt að berast honum í apríl. Eiginkonu Paul finnst þetta ótrúleg vinnubrögð. 3. júlí 2008 16:33 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
Flugvallahlauparar fámálir Búið er að yfirheyra mennina sem hlupu út á flugbraut í morgunn. Þeir voru þöglir sem gröfin við skýrslutöku og gáfu ekki upp ástæðu gjörða sinna. 3. júlí 2008 16:21
„Furðum okkur á ákvörðun yfirvalda“ Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, furðar sig á ákvörðun yfirvalda að senda Keníubúann Paul Ramses aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins í stað þess að umsókn hans til stöðu flóttamanns sé tekin til umfjöllunar hér á landi. 3. júlí 2008 13:13
Ekkert ólögmætt við að beita Dyflinnarsamningnum Björn Bjarnason dóms-og kirkjumálaráðherra segir ekkert ólögmætt né athugavert við að beita Dyflinnarsamningnum frekar en öðrum milliríkjasamningum. 3. júlí 2008 15:15
Hlupu inn á flugbraut til að mótmæla brottflutningi Keníamannsins Í morgun klukkan 7:45 hlupu tveir menn inn á flugbrautina við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þeir voru handteknir og eru nú í fangeklefa hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Brotin eru litin mjög alvarlegum augum og geta varðað fangelsi allt að sex árum. 3. júlí 2008 09:33
Fékk ekki bréf um brottvísun úr landi Paul Ramses fékk ekki að sjá bréf um synjun á beiðni um hæli fyrr en í gærkvöldi. Bréfin hefðu átt að berast honum í apríl. Eiginkonu Paul finnst þetta ótrúleg vinnubrögð. 3. júlí 2008 16:33