Innlent

Rauður loginn brann á toppi Hallgrímskirkju

Eins og sjá má logaði glatt í kyndlinum.
Eins og sjá má logaði glatt í kyndlinum.

Eins og greint var frá í fréttum í gær hafði fána Tíbets verið komið fyrir á Hallgrímskirkjuturni í gærmorgun þegar starfsmenn komu til vinnu sinnar. Eins og meðfylgjandi myndir sýna var einnig kveikt á kyndli á toppi turnsins klukkan 23:45 þann áttunda ágúst, eða á föstudagskvöld.

Í tölvupósti sem barst Vísi fyrir stundu segir að aðgerðinni hafi verið ætlað að lýsa stuðningi við Tíbeta og mótmæla þeim mannréttindabrotum sem þeir búa við í heimalandi sínu. Þá segir einnig að þetta hafi verið í fyrsta skipti „leikmaður", eins og það er orðað, klífur Hallgrímskirkju.

Hið sama var uppi á teningnum víðs vegar um heiminn sama dag en þá var kveikt á rauðum kyndlum á fjallstoppum, skýjakljúfum og fleiri stöðum í öllum heimsálfum.

Nánar má lesa um aðgerðirnar hér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×