Viðskipti erlent

Kaliforníubúar óttast nú íslensk örlög

Kaliforníubúar óttast nú að lenda í sömu örlögum og Íslands hvað efnahag ríkisins varðar. Kalifornía er tíunda stærsta hagkerfi heimsins en í febrúar mun ríkið verða uppiskroppa með fé að öllu óbreyttu og þar með sé ríkið komið í "efnahagslegan heimsenda" eða financial Armageddon" eins og það er orðað.

Samkvæmt frétt á Timesonline um málið aukast skuldir ríkissjóðs Kaliforníu um 1,7 milljón dollara, eða um 200 milljónum kr., á hverjum klukkutíma sem líður.

Ef Kalifornía verður gjaldþrota verða afleiðingar þess af áður óþekktri stærðargráðu í fjármálakreppunni sem nú ríkir. Í ríkinu eru efnahagslegar aflvélar á borð við Silicon Valley, Hollywood, Napa Valley, Long Beach og hergagnaframleiðslusvæðin í Los Angels, San Diego og Mojave eyðimökrin.

Skuldir Kaliforníu nema nú 1,7 trilljónum dollara eða um 200 þúsund milljarðar kr.. Ríkið er með verst lánshæfismatið af öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna.

Þessi staða þykir sérlega auðmýkjandi fyrir Arnold Schwarzenegger ríkisstjóra sem nú gegnir öðru kjörtímabili sínu. Á sínum tíma tók hann við Kaliforníu í svipuðu ástandi eftir efnahagslega óstjórn demókrata. Lofaði Arnold að snúa dæminu við og tókst það á fyrra kjörtímabili sínu. En nú er vandinn mættur aftur.

Eftir því sem lánshæfi ríkisins hefur versnað hefur kostnaður við lántökur aukist og nú er svo komið að fáir ef nokkrir vilja lána ríkissjóði Kaliforníu.

Arnold hefur lýst yfir efnahagslegu neyðarástandi í ríkinu og vinnur nú hörðum höndum að finna lausn á þessu gríðarlega vandamáli.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×