Viðskipti erlent

Geir segir stjórnvöld vera að skoða aðgerðir FME í Bretlandi

Geir Haarde forsætisráðherra segir í samtali við BBC að íslensk stjórnvöld séu að skoða hvort aðgerðir breska fjármálaeftirlitins hafi leitt til þess að Singer & Friedlander (S&F) banki Kaupþings hafi fallið.

Fall S&F leiddi svo aftur til þess að Kaupþing á Íslandi féll einnig. Geir segir að íslensk stjórnvöld séu að íhuga málsókn gegn breska ríkinu. "Ég tel að við verðum að skoða sérstaklega allt í kringum Kaupþing," segir Geir.

Viðtalið við Geir á BBC fjallar að mestu um fyrirhugaða málsókn Íslands gegn Bretlandi. Ein spurningin er hvort FME í Bretlandi hafi vitað af neyðarláni Seðlabankans til Kaupþings örskömmu áður en bresk stjórnvöld tóku S&F í sína vörslu. Geir segir að hann viti ekki hvaða skilaboð fóru á milli fjármálaeftirlita landanna hvað þetta varðar.

Fram kemur á BBC að ef íslensk stjórnvöld eða kröfuhafar Kaupþings myndu vinna málsókn gegn breska ríkinu telja lögfræðingar að skaðabæturnar sem dæmdar yrðu væru af stærðargráðunni nokkrir milljarðar punda.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×