Gjaldmiðilsmál og íslenzkt atvinnulíf: Ísland vill evruna Auðunn Arnórsson skrifar 6. mars 2008 06:00 Í dag halda Samtök iðnaðarins árlegt Iðnþing undir yfirskriftinni „Ísland og Evrópa - mótum eigin framtíð". Samtökin hafa um árabil haft þá afstöðu að Ísland eigi að stefna á fulla aðild að Evrópusambandinu og að evrópska myntbandalaginu. Evrópustefna SI hefur þannig verið mun afdráttarlausari en sú stefna sem heildarsamtök atvinnulífsins, SA, hafa fylgt vegna óeiningar um hana innan raða samtakanna. Sú óeining virðist hins vegar vera óðum að víkja fyrir sameinuðu kalli eftir því að stjórnvöld setji sér að markmiði að taka upp evruna og hagi hagstjórninni í samræmi við það. Í janúar héldu Samtök atvinnulífsins málþing um gjaldmiðilsmál, sem var liður í umræðu samtakanna og aðildarfélaganna um stöðu krónunnar sem gjaldmiðils. Að því er samtökin greina sjálf frá á heimasíðu sinni er sú umræða sprottin af því að í stjórn þeirra séu sterkar raddir um að æskilegt sé að Íslendingar taki upp evru sem gjaldmiðil. Um þetta hafi hins vegar ekki verið samstaða innan samtakanna og þau því ekki sett það fram sem stefnu sína, enn sem komið er að minnsta kosti. Í október í haust beindi stjórn SA því til allra aðildarsamtakanna að taka gjaldmiðilsmálið til umfjöllunar og að taka þannig þátt í endurmati á því hvort íslenzku atvinnulífi sé betur borgið með öðrum gjaldmiðli en íslenzku krónunni. Ef marka má yfirskriftina á frásögninni af áðurnefndu málþingi á heimasíðunni liggur svarið við þessu endurmati þegar fyrir: Tími krónunnar er liðinn. Þessi ályktun endurómaði einnig mjög á Viðskiptaþingi í febrúar. Viðhorfskönnun meðal aðildarfélaga Viðskiptaráðs sýndi að 63 prósent þeirra eru fylgjandi því að skipta um lögeyri hér á landi. Margt bendir því til að ráðandi öfl í íslenzku atvinnulífi hafi sannfærzt um að ekki sé við íslenzku krónuna búandi til framtíðar og eina raunhæfa lausnin á gjaldmiðilsvandanum sé innganga í ESB og evrópska myntbandalagið. Kostnaðurinn af krónuhagkerfinu er nú á tímum hnattvæðingar, frjáls fjármagnsflæðis og útrásar íslenzkra fyrirtækja einfaldlega miklu meiri en ávinningurinn af því að hafa sjálfstæða mynt á minnsta myntsvæði heims. Meirihluti almennings, sem ber megnið af kostnaði hins óstöðuga krónuhagkerfis, gerir sér einnig grein fyrir því að hag íslenzkra neytenda væri líka bezt borgið með evrunni. Það endurspeglast í skýrri niðurstöðu nýjustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins; 55 prósent þjóðarinnar vilja aðildarumsókn. Af þeim orðum sem Geir H. Haarde forsætisráðherra lét falla í nýlegri heimsókn sinni í höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel er hins vegar ljóst, að undir hans forystu hyggst ríkisstjórnin ekki svara þessu kalli þjóðarinnar og íslenzks atvinnulífs heldur halda sig við þá biðleiksstefnu sem samið var um í stjórnarsáttmálanum (að kröfu Geirs sem formanns Sjálfstæðisflokksins). Þjónar sú biðleiksstefna hagsmunum þjóðarinnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun
Í dag halda Samtök iðnaðarins árlegt Iðnþing undir yfirskriftinni „Ísland og Evrópa - mótum eigin framtíð". Samtökin hafa um árabil haft þá afstöðu að Ísland eigi að stefna á fulla aðild að Evrópusambandinu og að evrópska myntbandalaginu. Evrópustefna SI hefur þannig verið mun afdráttarlausari en sú stefna sem heildarsamtök atvinnulífsins, SA, hafa fylgt vegna óeiningar um hana innan raða samtakanna. Sú óeining virðist hins vegar vera óðum að víkja fyrir sameinuðu kalli eftir því að stjórnvöld setji sér að markmiði að taka upp evruna og hagi hagstjórninni í samræmi við það. Í janúar héldu Samtök atvinnulífsins málþing um gjaldmiðilsmál, sem var liður í umræðu samtakanna og aðildarfélaganna um stöðu krónunnar sem gjaldmiðils. Að því er samtökin greina sjálf frá á heimasíðu sinni er sú umræða sprottin af því að í stjórn þeirra séu sterkar raddir um að æskilegt sé að Íslendingar taki upp evru sem gjaldmiðil. Um þetta hafi hins vegar ekki verið samstaða innan samtakanna og þau því ekki sett það fram sem stefnu sína, enn sem komið er að minnsta kosti. Í október í haust beindi stjórn SA því til allra aðildarsamtakanna að taka gjaldmiðilsmálið til umfjöllunar og að taka þannig þátt í endurmati á því hvort íslenzku atvinnulífi sé betur borgið með öðrum gjaldmiðli en íslenzku krónunni. Ef marka má yfirskriftina á frásögninni af áðurnefndu málþingi á heimasíðunni liggur svarið við þessu endurmati þegar fyrir: Tími krónunnar er liðinn. Þessi ályktun endurómaði einnig mjög á Viðskiptaþingi í febrúar. Viðhorfskönnun meðal aðildarfélaga Viðskiptaráðs sýndi að 63 prósent þeirra eru fylgjandi því að skipta um lögeyri hér á landi. Margt bendir því til að ráðandi öfl í íslenzku atvinnulífi hafi sannfærzt um að ekki sé við íslenzku krónuna búandi til framtíðar og eina raunhæfa lausnin á gjaldmiðilsvandanum sé innganga í ESB og evrópska myntbandalagið. Kostnaðurinn af krónuhagkerfinu er nú á tímum hnattvæðingar, frjáls fjármagnsflæðis og útrásar íslenzkra fyrirtækja einfaldlega miklu meiri en ávinningurinn af því að hafa sjálfstæða mynt á minnsta myntsvæði heims. Meirihluti almennings, sem ber megnið af kostnaði hins óstöðuga krónuhagkerfis, gerir sér einnig grein fyrir því að hag íslenzkra neytenda væri líka bezt borgið með evrunni. Það endurspeglast í skýrri niðurstöðu nýjustu skoðanakönnunar Fréttablaðsins; 55 prósent þjóðarinnar vilja aðildarumsókn. Af þeim orðum sem Geir H. Haarde forsætisráðherra lét falla í nýlegri heimsókn sinni í höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel er hins vegar ljóst, að undir hans forystu hyggst ríkisstjórnin ekki svara þessu kalli þjóðarinnar og íslenzks atvinnulífs heldur halda sig við þá biðleiksstefnu sem samið var um í stjórnarsáttmálanum (að kröfu Geirs sem formanns Sjálfstæðisflokksins). Þjónar sú biðleiksstefna hagsmunum þjóðarinnar?
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun