Íslenski boltinn

Helena áfram hjá KR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helena Ólafsdóttir er hér til hægri og með Olgu Færseth, leikmanni KR.
Helena Ólafsdóttir er hér til hægri og með Olgu Færseth, leikmanni KR. Fréttablaðið/Anton

Helena Ólafsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KR.

Þetta var tilkynnt á uppskeruhátíð meistaraflokks kvenna hjá KR í gær.

Í gær varð liðið bikarmeistari eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik, 3-0.

KR varð í öðru sæti í Landsbankadeild kvenna í sumar, þremur stigum á eftir Íslandsmeisturum Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×