Erlent

Vona að hundkvikindið drepist fljótlega

Óli Tynes skrifar
Zamfira Sfara með ríkasta hund í heimi.
Zamfira Sfara með ríkasta hund í heimi.
Fyrrverandi þjónustustúlka hjá hóteldrottningunni Leonu Helmsley er ákaflega glöð yfir að hún skuli nú hafa safnast til feðra sinna. Hún segir að nú verði Leona að svara til saka hjá Guði. Og þjónustustúlkan vonar að hundkvikindið Trouble drepist líka sem allra fyrst. Trouble erfði mörghundruð milljónir króna eftir húsmóður sína.

Leona Helmsley var rík og áberandi og innilega hötuð af öllum sem unnu fyrir hana. Þau sögðu að hún hefði verið nískan og illmennskan uppmáluð. Fyrrverandi þjónustustúlka hóteldrottningarinnar hefur tjáð sig um þetta við bandaríska dagblaðið New York Post.

Zamfira Sfara segir að hundurinn Trouble hafi sífellt verið að ráðast á starfsfólkið og bíta þá. Leona hafi þá bara hlegið og sagt; „Gott hjá þér Trouble.“

„Ég er glöð yfir að hún skuli vera dáin og ég vildi bara að hún hefði tekið hundinn með sér,“ segir Zamfira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×