Íslenski boltinn

Bikarmeistararnir úr leik

Blikastúlkur tryggðu sér sætan sigur á Val í kvöld
Blikastúlkur tryggðu sér sætan sigur á Val í kvöld

Bikarmeistarar Vals féllu úr leik í Visa-bikarkeppni kvenna í kvöld þegar ljóst varð hvaða fjögur lið spila til undanúrslita í keppninni. Valsstúlkur töpuðu 2-1 fyrir Breiðablik í kvöld þar sem Greta Mjöll Samúelsdóttir og Sandra Sif Magnúsdóttir skoruðu fyrir Blika en Margrét Lára Viðarsdóttir minnkaði muninn úr víti undir lokin fyrir Val.

Fjölnir lagði Stjörnuna 2-1 í Garðabæ, Keflavík lagði Aftureldingu 2-1 í Mosfellsbæ og KR lagði Þór/KA fyrir norðan 5-2. Það eru því KR, Breiðablik, Keflavík og Fjölnir sem eru komin í undanúrslit Visa-bikarsins í kvennaflokki, en dregið verður í undanúrslitin og 8-liða úrslit karla á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×