Innlent

Segir íbúafjölgun með eðilegum hætti í Hafnarfirði

Frá Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði. MYND/Stefán

Íbúafjölgun fram til 10. mars, þegar kjörskrá vegna atkvæðagreiðslunnar um stækkun álversins í Straumsvík var lokað, var með eðlilegum hætti og í takt við það sem hefur verið mánuðina á undan, segir í tilkynningu sem Hafnarfjarðarbær hefur sent frá sér.

Hún er send vegna orða talsmanns Hags Hafnarfjarðar um að mögulega hefði verið um óeðlilega fjölgun á kjörskrá Hafnarfjarðar að ræða í aðdraganda íbúakosninganna. Þar er bent á að íbúafjölgun í Hafnarfirði hafi aldrei verið meiri en í fyrra og reiknað sé með umtalsverðri fjölgun íbúa á þessu ári.

Er bent á að Hafnfirðingum á kjörskrá hafi fjölgað um 676 frá sveitarstjórnarkosningum í fyrr og til 10. mars í ár og það sé í takt við íbúaþróun í bænum. Þá hafi Hafnfirðingum sömuleiðis fjölgað mikið eftir að kjörskrá vegna álverskosninganna var lokað.

Hafnarfjarðarbær bendir enn fremur að starfsmenn þjónustuvers bæjarins hafi fylgst vel með skráningum á lögheimili síðustu vikur fyrir lokun kjörskrár og ekki orðið varir við neitt óeðlilegt. Þá hafi bærinn fengið daglega upplýsingar og uppfærslur frá Þjóðskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×