Vinstri stjórn, græn framboð, flokksskrár, listi viljugra, kosningasjóðir 25. mars 2007 20:17 Ég fékk tölvubréf frá manni að norðan í dag. Hann skammaði mig fyrir að tala um að úrslit kosninganna í vor yrðu hugsanlega ákall á vinstri stjórn. Það er best að skýra málið aðeins. Vinstri græn og Samfylkingin hafa samanlagt verið með allt upp í 48 prósenta fylgi í skoðanakönnunum. Það er langmesta fylgi sem vinstri flokkar hafa mælst með á Íslandi. Nokkuð meira en ríkisstjórnarflokkarnir njóta í könnunum. Verði þetta niðurstaðan - að þessir flokkar fái segjum yfir 45 prósent samanlagt - hlýtur að vera eðlilegt að vinstri stjórn taki við í landinu, og alveg örugglega ef horft er á málið frá sjónarhóli kjósenda þessara flokka. Ef svona færi get ég ekki ímyndað mér annað en að það yrðu talin meiriháttar svik ef annar flokkanna fer í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Sá flokkur þyrfti allavega að skýra mál sitt vel fyrir kjósendahóp sínum. Ég tek aftur fram að ég er að miða við skoðanakannanir eins og þær eru núna. Það er líklegast að Ólafur Ragnar afhendi Geir Haarde stjórnarmyndunarumboð eftir kosningarnar. Geir hefur samband við Vinstri græn og Samfylkinguna. Báðir flokkarnir segja nei við málaleitan hans. Þá fær umboðið formaður næststærsta flokksins - Vinstri grænna eða Samfylkingarinnar. Upp úr því ættu þessir flokkar að geta myndað ríkisstjórn sé eitthvað að marka margítrekaðar staðhæfingar þeirra um samstarf. Þriðja hjól undir vagninum yrði Frjálslyndi flokkurinn, Íslandshreyfingin - eða jafnvel Framsókn. Tek fram að ég skrifa þetta alveg óháð því hver er óskaríkisstjórn mín. --- --- --- Svo er náttúrlega hugsanlegt að einhver fari á taugum og fari að bera sig upp við Sjálfstæðisflokkinn þegar fyrir kosningar - svona til að vera alveg viss um að komast í ríkisstjórn. Eða hvað segja menn um þessa litlu klausu á heimasíðu Péturs Gunnarssonar þar sem segir frá meintum fundi Geirs Haarde og Steingríms J. Frá bæjardyrum Geirs er þetta mjög eðlilegt. Hann sér ekki fram á að komast í ríkisstjórn nema með öðrum hvorum vinstri flokkanna og vill ábyggilega hafa einhvern ádrátt um slíkt fyrir kosningar. En fyrir Steingrím er þetta dálítið háskalegur leikur. --- --- --- Katrín Jakobsdóttir segir í viðtali við Ríkisútvarpið að Vinstri grænir fagni fleiri grænum framboðum. Fögnum samkeppninni, segir Katrín. Svona segja menn líka í viðskiptalífinu þegar þeir þurfa að fara að glíma við samkeppni. En alltaf er það meira eða minna ósatt. Vinstri græn fagna auðvitað ekki framboði sem getur reytt af þeim fylgið. Katrín er alltof ung og hress stjórnmálakona til að láta svona út úr sér. Annað dæmi. Fréttablaðið birtir úttekt á fjölda Íslendinga sem eru skráðir í stjórnmálaflokka. Hann er fáránlegur. Helgast auðvitað af öllum prófkjörunum sem fólki hefur verið smalað í hér á landi. Um dagana hefur til dæmis með einhverjum hætti komist inn á skrár hjá fjórum stjórnmálaflokkum. Konan mín fær alltaf sendan póst frá flokki sem hún hefur aldrei starfað í, sömuleiðis tengdamóðir mín - já, og mamma líka. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er spurð að þessu. Hún svarar að þessi fjöldi hljóti að skýrast af miklum stjórnmálaáhuga Íslendinga. Væri ekki nær að segja eins og er að það sé varla fundafært í stjórnmálaflokkunum lengur - nema kannski dagana þegar þeir blása til landsfunda? Stjórnmálamenn sem eru eilíflega með undanbrögð og málalengingar eru mjög þreytandi. Það er betra að vera hreinskilinn. --- --- --- Mörður Árnason heldur úti ágætri heimasíðu sem ég held reyndar að sé alltof lítið sótt. Viðkvæði stjórnarliða, einkum framsóknarmanna - nú síðast Helgu Sigrúnar Harðardóttur í Kastljósi - er að ekkert sé að marka svokallaðan lista hinna viljugu. Þetta hafi bara verið fréttatilkynning - áróðursbrella - sem var send út frá Hvíta húsinu á sínum tíma. Þannig ættum við ekki að þurfa að afturkalla stuðning okkar við Íraksstríðið. En er það nú svo víst? Mörður hefur verið að lesa Le Monde eins og góðum frankófíl sæmir. Þar er brugðið upp korti þar sem kemur fram hvaða ríki styðja stríðsreksturinn í Írak. Og viti menn, þarna er Ísland að finna, í fölgulum lit eins og Mörður orðar það. --- --- --- Mikið er gert úr hugsanlegu samkomulagi milli flokkanna um magn auglýsinga í kosningabaráttunni. Menn ræða þetta náttúrlega í tengslum við ný lög þar sem flokkunum er bannað að þiggja nema litlar upphæðir frá fyrirtækjum. En það má alltaf finna einhverjar leiðir. Samkvæmt góðum heimildum mínum höfðu sumir flokkanna vaðið fyrir neðan sig áður en lögin tóku gildi, herjuðu á fyrirtækin í landinu og söfnuðu í sjóði til að eiga í kosningunum. Þeir semsagt sníktu peninga áður en þeim var bannað að sníkja peninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun
Ég fékk tölvubréf frá manni að norðan í dag. Hann skammaði mig fyrir að tala um að úrslit kosninganna í vor yrðu hugsanlega ákall á vinstri stjórn. Það er best að skýra málið aðeins. Vinstri græn og Samfylkingin hafa samanlagt verið með allt upp í 48 prósenta fylgi í skoðanakönnunum. Það er langmesta fylgi sem vinstri flokkar hafa mælst með á Íslandi. Nokkuð meira en ríkisstjórnarflokkarnir njóta í könnunum. Verði þetta niðurstaðan - að þessir flokkar fái segjum yfir 45 prósent samanlagt - hlýtur að vera eðlilegt að vinstri stjórn taki við í landinu, og alveg örugglega ef horft er á málið frá sjónarhóli kjósenda þessara flokka. Ef svona færi get ég ekki ímyndað mér annað en að það yrðu talin meiriháttar svik ef annar flokkanna fer í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Sá flokkur þyrfti allavega að skýra mál sitt vel fyrir kjósendahóp sínum. Ég tek aftur fram að ég er að miða við skoðanakannanir eins og þær eru núna. Það er líklegast að Ólafur Ragnar afhendi Geir Haarde stjórnarmyndunarumboð eftir kosningarnar. Geir hefur samband við Vinstri græn og Samfylkinguna. Báðir flokkarnir segja nei við málaleitan hans. Þá fær umboðið formaður næststærsta flokksins - Vinstri grænna eða Samfylkingarinnar. Upp úr því ættu þessir flokkar að geta myndað ríkisstjórn sé eitthvað að marka margítrekaðar staðhæfingar þeirra um samstarf. Þriðja hjól undir vagninum yrði Frjálslyndi flokkurinn, Íslandshreyfingin - eða jafnvel Framsókn. Tek fram að ég skrifa þetta alveg óháð því hver er óskaríkisstjórn mín. --- --- --- Svo er náttúrlega hugsanlegt að einhver fari á taugum og fari að bera sig upp við Sjálfstæðisflokkinn þegar fyrir kosningar - svona til að vera alveg viss um að komast í ríkisstjórn. Eða hvað segja menn um þessa litlu klausu á heimasíðu Péturs Gunnarssonar þar sem segir frá meintum fundi Geirs Haarde og Steingríms J. Frá bæjardyrum Geirs er þetta mjög eðlilegt. Hann sér ekki fram á að komast í ríkisstjórn nema með öðrum hvorum vinstri flokkanna og vill ábyggilega hafa einhvern ádrátt um slíkt fyrir kosningar. En fyrir Steingrím er þetta dálítið háskalegur leikur. --- --- --- Katrín Jakobsdóttir segir í viðtali við Ríkisútvarpið að Vinstri grænir fagni fleiri grænum framboðum. Fögnum samkeppninni, segir Katrín. Svona segja menn líka í viðskiptalífinu þegar þeir þurfa að fara að glíma við samkeppni. En alltaf er það meira eða minna ósatt. Vinstri græn fagna auðvitað ekki framboði sem getur reytt af þeim fylgið. Katrín er alltof ung og hress stjórnmálakona til að láta svona út úr sér. Annað dæmi. Fréttablaðið birtir úttekt á fjölda Íslendinga sem eru skráðir í stjórnmálaflokka. Hann er fáránlegur. Helgast auðvitað af öllum prófkjörunum sem fólki hefur verið smalað í hér á landi. Um dagana hefur til dæmis með einhverjum hætti komist inn á skrár hjá fjórum stjórnmálaflokkum. Konan mín fær alltaf sendan póst frá flokki sem hún hefur aldrei starfað í, sömuleiðis tengdamóðir mín - já, og mamma líka. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er spurð að þessu. Hún svarar að þessi fjöldi hljóti að skýrast af miklum stjórnmálaáhuga Íslendinga. Væri ekki nær að segja eins og er að það sé varla fundafært í stjórnmálaflokkunum lengur - nema kannski dagana þegar þeir blása til landsfunda? Stjórnmálamenn sem eru eilíflega með undanbrögð og málalengingar eru mjög þreytandi. Það er betra að vera hreinskilinn. --- --- --- Mörður Árnason heldur úti ágætri heimasíðu sem ég held reyndar að sé alltof lítið sótt. Viðkvæði stjórnarliða, einkum framsóknarmanna - nú síðast Helgu Sigrúnar Harðardóttur í Kastljósi - er að ekkert sé að marka svokallaðan lista hinna viljugu. Þetta hafi bara verið fréttatilkynning - áróðursbrella - sem var send út frá Hvíta húsinu á sínum tíma. Þannig ættum við ekki að þurfa að afturkalla stuðning okkar við Íraksstríðið. En er það nú svo víst? Mörður hefur verið að lesa Le Monde eins og góðum frankófíl sæmir. Þar er brugðið upp korti þar sem kemur fram hvaða ríki styðja stríðsreksturinn í Írak. Og viti menn, þarna er Ísland að finna, í fölgulum lit eins og Mörður orðar það. --- --- --- Mikið er gert úr hugsanlegu samkomulagi milli flokkanna um magn auglýsinga í kosningabaráttunni. Menn ræða þetta náttúrlega í tengslum við ný lög þar sem flokkunum er bannað að þiggja nema litlar upphæðir frá fyrirtækjum. En það má alltaf finna einhverjar leiðir. Samkvæmt góðum heimildum mínum höfðu sumir flokkanna vaðið fyrir neðan sig áður en lögin tóku gildi, herjuðu á fyrirtækin í landinu og söfnuðu í sjóði til að eiga í kosningunum. Þeir semsagt sníktu peninga áður en þeim var bannað að sníkja peninga.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun