Ríkisútvarpið, basl á fjölmiðlamarkaði, málþóf í þinginu 21. janúar 2007 18:37 Ríkisútvarpið ekki jafn merkilegt eins og stjórnarandstaðan lætur vera. Það er ekki fjöregg íslenskrar menningarinnar. Ef ekki væri til ríkisútvarp dytti engum í hug að stofna það. Það dettur líka afar fáum í hug að leggja það niður. Það er einhvern veginn bara staðreynd. Ég held að sé beinlínis rangt hjá stjórnarandstöðunni að til standi að einkavæða RÚV - að þetta ohf við nafnið sé einhvers konar formáli þess að stofnunin verði seld í hendur einkaaðilum. Það er miklu nær að segja að hér sé stigið skref til að ríkisvæða fjölmiðlun á Íslandi. Hins vegar er ljóst, að ef við viljum hafa Ríkisútvarp var starfsrammi þess orðinn fullkomlega úreltur - með síþusandi útvarpsráði og útvarpsstjóra sem einhvers konar puntudúkku - það þurfti að losa batteríið úr spenniteyju og ríkið undan því að þurfa að borga hallareksturinn. Ókei, stjórnarflokkunum þykir heldur ekkert verra að hafa nokkur tök á batteríinu. Það var ekki tilviljun að Sjálfstæðisflokknum fór að þykja ógnar vænt um RÚV í miðju fjölmiðlamálinu. --- --- --- Annars er hér einkennileg staða miðað við þá smáþjóð sem við erum. Samkeppnin um erlent sjónvarpsefni er slík að Íslendingar borga miklu hærra verð fyrir alls konar þætti, fótbolta og slíkt en milljónaþjóðir. Jafnvel margar milljónaþjóðir samanlagt. Rekstur fjölmiðlafyrirtækjanna stendur ekki undir þessu. Menn sáu ofboðslegum ofsjónum yfir fjölmiðlarekstri fyrir nokkrum árum, að þetta væri allt að færast á sömu hendur og að því fylgdi ógurlegt pólitískt vald og peningar - en samt er staðreyndin að þetta hangir allt meira og minna á horriminni. Skjár einn hefur alltaf tapað peningum, eftir NFS ævintýrið og fleira slíkt hefur gengi 365 hrapað á hlutabréfamarkaði. Bolmagnið er ekki mikið. Menn ættu að hafa áhyggjur af Rúv frumvarpinu vegna þess að það gerir einkareknum fjölmiðlum erfitt að starfa. Þess vegna er aftur farið að tala um tvíhliða keppni, að Skjár einn sameinist Stöð 2. Sumir segja að það gerist í næstu viku. Það er ekkert sérlega gott, en kannski er ekki annað hægt. --- --- --- Aðalmálið hlýtur að vera að efla íslenska dagkrá í staðinn fyrir allan óhroðann, sápujukkið, glæparuslið og raunveruleikaþáttaógeðið sem veltur yfir okkur. Hlutverk Rúv hlýtur að vera að flytja okkur íslenskt menningarlegt efni - helst eitthvað sem aðrir framleiða ekki. Þetta eru einu rökin fyrir tilvist stofnunarinnar. Áhorfstölur eiga að vera algjört aukaatriði. Pétur Blöndal hefur raunar átt langbestu hugmyndina um ríkissjónvarp, að til væri sjóður sem veitti peningum í íslenska dagskrárgerð. Ríkisútvarpið þyrfti þá ekki að vera nema skúff einhvers staðar úti í bæ. Hrafn Gunnlaugsson vildi fara með sjónvarpið í þessa átt í dagskrárstjóratíð sinni, láta einkaaðila framleiða efnið og á meðan döfnuðu lítil kvikmyndafyrirtæki - en ráðamenn voru sjálfum sér líkir og vildu helst fjárfesta í steinsteypu og minnisvörðum. Hús RÚV í Eftstaleitinu er tákn um hugmyndaleysi og gelda hugsun. --- --- --- Eitt enn. Það er rétt hjá forseta Alþingis að óhjákvæmilegt er að takmarka ræðutíma á Alþingi. Það er ekkert annað en skoplegt hald margra klukkustunda ræður í þinginu. Ræðukóngur þingsins í á frekar stuttu haustþingi talaði í fjórtán klukkustundir. Það er náttúrlega brandari. Um hvað var maðurinn að blaðra - auðvitað man enginn ekki stakt orð af því sem hann var að segja. Það hefur vissulega verið staðið kúðurslega að þessu Rúv máli - þetta mun vera sjöunda umferðin þar sem það er rætt í þinginu - en þetta málþóf er stjórnarandstöðunni varla til framdráttar. Þjóðin horfir hissa á og veit ekki hvað hún á að halda. Lýðræðið gerir ráð fyrir að minnihlutinn hafi sitt að segja en kúgi ekki meirihlutann. Það má vera að sé heitt í kolunum í þinginu, en úti í bæ er eins og fólk skynji ekki hitann í málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun
Ríkisútvarpið ekki jafn merkilegt eins og stjórnarandstaðan lætur vera. Það er ekki fjöregg íslenskrar menningarinnar. Ef ekki væri til ríkisútvarp dytti engum í hug að stofna það. Það dettur líka afar fáum í hug að leggja það niður. Það er einhvern veginn bara staðreynd. Ég held að sé beinlínis rangt hjá stjórnarandstöðunni að til standi að einkavæða RÚV - að þetta ohf við nafnið sé einhvers konar formáli þess að stofnunin verði seld í hendur einkaaðilum. Það er miklu nær að segja að hér sé stigið skref til að ríkisvæða fjölmiðlun á Íslandi. Hins vegar er ljóst, að ef við viljum hafa Ríkisútvarp var starfsrammi þess orðinn fullkomlega úreltur - með síþusandi útvarpsráði og útvarpsstjóra sem einhvers konar puntudúkku - það þurfti að losa batteríið úr spenniteyju og ríkið undan því að þurfa að borga hallareksturinn. Ókei, stjórnarflokkunum þykir heldur ekkert verra að hafa nokkur tök á batteríinu. Það var ekki tilviljun að Sjálfstæðisflokknum fór að þykja ógnar vænt um RÚV í miðju fjölmiðlamálinu. --- --- --- Annars er hér einkennileg staða miðað við þá smáþjóð sem við erum. Samkeppnin um erlent sjónvarpsefni er slík að Íslendingar borga miklu hærra verð fyrir alls konar þætti, fótbolta og slíkt en milljónaþjóðir. Jafnvel margar milljónaþjóðir samanlagt. Rekstur fjölmiðlafyrirtækjanna stendur ekki undir þessu. Menn sáu ofboðslegum ofsjónum yfir fjölmiðlarekstri fyrir nokkrum árum, að þetta væri allt að færast á sömu hendur og að því fylgdi ógurlegt pólitískt vald og peningar - en samt er staðreyndin að þetta hangir allt meira og minna á horriminni. Skjár einn hefur alltaf tapað peningum, eftir NFS ævintýrið og fleira slíkt hefur gengi 365 hrapað á hlutabréfamarkaði. Bolmagnið er ekki mikið. Menn ættu að hafa áhyggjur af Rúv frumvarpinu vegna þess að það gerir einkareknum fjölmiðlum erfitt að starfa. Þess vegna er aftur farið að tala um tvíhliða keppni, að Skjár einn sameinist Stöð 2. Sumir segja að það gerist í næstu viku. Það er ekkert sérlega gott, en kannski er ekki annað hægt. --- --- --- Aðalmálið hlýtur að vera að efla íslenska dagkrá í staðinn fyrir allan óhroðann, sápujukkið, glæparuslið og raunveruleikaþáttaógeðið sem veltur yfir okkur. Hlutverk Rúv hlýtur að vera að flytja okkur íslenskt menningarlegt efni - helst eitthvað sem aðrir framleiða ekki. Þetta eru einu rökin fyrir tilvist stofnunarinnar. Áhorfstölur eiga að vera algjört aukaatriði. Pétur Blöndal hefur raunar átt langbestu hugmyndina um ríkissjónvarp, að til væri sjóður sem veitti peningum í íslenska dagskrárgerð. Ríkisútvarpið þyrfti þá ekki að vera nema skúff einhvers staðar úti í bæ. Hrafn Gunnlaugsson vildi fara með sjónvarpið í þessa átt í dagskrárstjóratíð sinni, láta einkaaðila framleiða efnið og á meðan döfnuðu lítil kvikmyndafyrirtæki - en ráðamenn voru sjálfum sér líkir og vildu helst fjárfesta í steinsteypu og minnisvörðum. Hús RÚV í Eftstaleitinu er tákn um hugmyndaleysi og gelda hugsun. --- --- --- Eitt enn. Það er rétt hjá forseta Alþingis að óhjákvæmilegt er að takmarka ræðutíma á Alþingi. Það er ekkert annað en skoplegt hald margra klukkustunda ræður í þinginu. Ræðukóngur þingsins í á frekar stuttu haustþingi talaði í fjórtán klukkustundir. Það er náttúrlega brandari. Um hvað var maðurinn að blaðra - auðvitað man enginn ekki stakt orð af því sem hann var að segja. Það hefur vissulega verið staðið kúðurslega að þessu Rúv máli - þetta mun vera sjöunda umferðin þar sem það er rætt í þinginu - en þetta málþóf er stjórnarandstöðunni varla til framdráttar. Þjóðin horfir hissa á og veit ekki hvað hún á að halda. Lýðræðið gerir ráð fyrir að minnihlutinn hafi sitt að segja en kúgi ekki meirihlutann. Það má vera að sé heitt í kolunum í þinginu, en úti í bæ er eins og fólk skynji ekki hitann í málinu.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun