Höll til sölu 14. október 2006 10:17 Það á að selja Fríkirkjuveg 11. Þar fór ég á skátafundi þegar ég var strákur. Á þeim tíma var sagt að í skátunum lærði maður að runka sér, í skólanum að reykja, en í íþróttafélögunum að drekka. Hefur líklega skánað síðan. Svo fór ég þangað seinna til að taka við verðlaunum fyrir eitthvert borðtennismót og sá þá dreng á mínu reki sem mér var minnistæður vegna þess hvað mér fannst hann einkennilegur - þetta var Margeir Péturson sem var að líka að taka við verðlaunum, ekki fyrir borðtennis, heldur skák. Þetta er sögufrægt hús og einkar fagurt, stendur í skjólgóðum garði þar sem eitt sinn var gosbrunnur. Ég man eftir að hafa verið barn að sprikla í þessum gosbrunni. Síðar var hann fjarlægður, ég veit ekki hvers vegna. Íslendingar hafa nægt vatn, bæði heitt og kalt, en furðulega fáa gosbrunna. Rennandi vatn í borgum dregur að sér mannlíf. Það er fráleit hugmynd að selja milljarðamæringi húsið svo hann geti brúkað það sem einhvers konar höll í miðri borginni. Og þá væntanlega girt af garðinn líka. Nóg er auðmannadekrið hér. Væri ekki nær að tengja þetta með einhverjum hætti Listasafni Íslands - eða einhverri menningarstarfsemi sem laðar til sín fólk? Garðurinn er fínn - heitir meira að segja því hátimbraða nafni Hallargarðurinn - þótt maður sé pínulítið hræddur að rekast á sprautunálar þar. --- --- --- Ég veit ekki hvort maður er í lífshættu núorðið þegar maður labbar í Miðbænum. Í fyrradag réðst útigangsmaður, útúrdópaður, á mig í bænum um hábjartan dag. Hótaði að berja mig. Ég hefði kannski getað ráðið við hann en maður nennir ekki að standa í slagsmálum klukkan fjögur síðdegis í Bankstrætinu. Svo hrökklaðist burt og loks gafst hann upp á að elta mig. Yfirleitt sjást ekki löggur í Miðbænum. Þegar ég fór síðast - eða næstsíðast – út að næturþeli, rétt eftir áramótin, veitti mér eftirför náungi sem vildi endilega ræða um pólitík. Þegar ég nennti ekki að tala við hann kýldi hann mig í götuna - það bjargaði mér að leigubílstjóri sem átti leið hjá stoppaði. Nú er rætt um að þurfi að vopna lögregluna. Um daginn las ég að hefði verið ráðist á stöðumælavörð og hann nefbrotinn. Það er spurning hvort þurfi að vopna stöðumælaverðina líka? Annars finnst mér ég vera öruggari á Grikklandi en hérna. Á eyjunni Naxos þar sem ég dvel eru um 25 þúsund íbúar. Í fyrra var þar ekki framinn einn einasti glæpur. Á leið á ferju þangað síðsumars týndi ég veskinu mínu. Í ferjunni hafa varla verið færri en 700 farþega plús fjölmenn áhöfn. Ég var heldur vondaufur en hringdi í Blue Star-félagið sem rekur ferjurnar. Eftir nokkra eftirgrennslan var mér tjáð að veskið hefði fundist. Með peningum, kortum og öllu. Ég fór og náði í það næst þegar ferjan kom í land. --- --- --- Þórður Magnússon tónskáld hefur stundum sent mér línu vegna skrifa um skipulagsmál. Við höfum ekki verið alveg sammála. Hann er harður verndarsinni, ég vil rífa sumt og treysta á að sé byggt eitthvað skaplegt í staðinn. En það er betra að vernda en að byggja eitthvað ógeð. Eins og Þórður bendir á í grein í Fréttablaðinu í gær erum við ennþá svo frumstæð að borgin gerir engar kröfur um gæði eða fegurðargildi nýbygginga. Þetta blasir við í kringum Lindargötuna gömlu þar sem hafa risið lágkúrulegar og metnaðarlausar byggingar - eins og til dæmis nýju stúdentagarðarnir - og braskarar hafa undirtökin en ekki þeir sem vilja fallega og góða borg. Hví þarf þetta að vera svona? --- --- --- Játa svo að myndina hér að ofan tók ég traustataki á vef Guðmundar Magnússonar, en hann er flestum mönnum fróðari um Thorsarana sem eitt sinn bjuggu á Fríkirkjuvegi 11. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun
Það á að selja Fríkirkjuveg 11. Þar fór ég á skátafundi þegar ég var strákur. Á þeim tíma var sagt að í skátunum lærði maður að runka sér, í skólanum að reykja, en í íþróttafélögunum að drekka. Hefur líklega skánað síðan. Svo fór ég þangað seinna til að taka við verðlaunum fyrir eitthvert borðtennismót og sá þá dreng á mínu reki sem mér var minnistæður vegna þess hvað mér fannst hann einkennilegur - þetta var Margeir Péturson sem var að líka að taka við verðlaunum, ekki fyrir borðtennis, heldur skák. Þetta er sögufrægt hús og einkar fagurt, stendur í skjólgóðum garði þar sem eitt sinn var gosbrunnur. Ég man eftir að hafa verið barn að sprikla í þessum gosbrunni. Síðar var hann fjarlægður, ég veit ekki hvers vegna. Íslendingar hafa nægt vatn, bæði heitt og kalt, en furðulega fáa gosbrunna. Rennandi vatn í borgum dregur að sér mannlíf. Það er fráleit hugmynd að selja milljarðamæringi húsið svo hann geti brúkað það sem einhvers konar höll í miðri borginni. Og þá væntanlega girt af garðinn líka. Nóg er auðmannadekrið hér. Væri ekki nær að tengja þetta með einhverjum hætti Listasafni Íslands - eða einhverri menningarstarfsemi sem laðar til sín fólk? Garðurinn er fínn - heitir meira að segja því hátimbraða nafni Hallargarðurinn - þótt maður sé pínulítið hræddur að rekast á sprautunálar þar. --- --- --- Ég veit ekki hvort maður er í lífshættu núorðið þegar maður labbar í Miðbænum. Í fyrradag réðst útigangsmaður, útúrdópaður, á mig í bænum um hábjartan dag. Hótaði að berja mig. Ég hefði kannski getað ráðið við hann en maður nennir ekki að standa í slagsmálum klukkan fjögur síðdegis í Bankstrætinu. Svo hrökklaðist burt og loks gafst hann upp á að elta mig. Yfirleitt sjást ekki löggur í Miðbænum. Þegar ég fór síðast - eða næstsíðast – út að næturþeli, rétt eftir áramótin, veitti mér eftirför náungi sem vildi endilega ræða um pólitík. Þegar ég nennti ekki að tala við hann kýldi hann mig í götuna - það bjargaði mér að leigubílstjóri sem átti leið hjá stoppaði. Nú er rætt um að þurfi að vopna lögregluna. Um daginn las ég að hefði verið ráðist á stöðumælavörð og hann nefbrotinn. Það er spurning hvort þurfi að vopna stöðumælaverðina líka? Annars finnst mér ég vera öruggari á Grikklandi en hérna. Á eyjunni Naxos þar sem ég dvel eru um 25 þúsund íbúar. Í fyrra var þar ekki framinn einn einasti glæpur. Á leið á ferju þangað síðsumars týndi ég veskinu mínu. Í ferjunni hafa varla verið færri en 700 farþega plús fjölmenn áhöfn. Ég var heldur vondaufur en hringdi í Blue Star-félagið sem rekur ferjurnar. Eftir nokkra eftirgrennslan var mér tjáð að veskið hefði fundist. Með peningum, kortum og öllu. Ég fór og náði í það næst þegar ferjan kom í land. --- --- --- Þórður Magnússon tónskáld hefur stundum sent mér línu vegna skrifa um skipulagsmál. Við höfum ekki verið alveg sammála. Hann er harður verndarsinni, ég vil rífa sumt og treysta á að sé byggt eitthvað skaplegt í staðinn. En það er betra að vernda en að byggja eitthvað ógeð. Eins og Þórður bendir á í grein í Fréttablaðinu í gær erum við ennþá svo frumstæð að borgin gerir engar kröfur um gæði eða fegurðargildi nýbygginga. Þetta blasir við í kringum Lindargötuna gömlu þar sem hafa risið lágkúrulegar og metnaðarlausar byggingar - eins og til dæmis nýju stúdentagarðarnir - og braskarar hafa undirtökin en ekki þeir sem vilja fallega og góða borg. Hví þarf þetta að vera svona? --- --- --- Játa svo að myndina hér að ofan tók ég traustataki á vef Guðmundar Magnússonar, en hann er flestum mönnum fróðari um Thorsarana sem eitt sinn bjuggu á Fríkirkjuvegi 11.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun