Sport

Skelton vann óvæntan sigur á Williams

Matt Skelton fagnar óvæntum sigri sínum á Danny Williams
Matt Skelton fagnar óvæntum sigri sínum á Danny Williams NordicPhotos/GettyImages

Matt Skelton vann í gærkvöld nokkuð óvæntan sigur á Danny Williams í þungavigtarbardaga þeirra í Cardiff í gærkvöldi, en bardaginn var sýndur beint á Sýn. Skelton hélt sig óvænt í góðri fjarlægð frá andstæðingi sínum í bardaganum og nýtti sér minni líkamsþyngd sína til að leggja Williams á stigum.

Skelton kvaðst ekki hafa geta æft almennilega í fjórar vikur fyrir bardagann vegna skurðar sem hann hlaut á æfingu og bætti því við að hann hefði grun um að hann væri handleggsbrotinn eftir bardagann í gær. Sigurinn tryggði Skelton samveldismeistaratitilinn og veitir honum að öllum líkindum rétt til að skora á heimsmeistarann Nikolai Valuev. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×