Lífið

Íslandsmótið í hnefaleikum

Nú stendur yfir Íslandsmót í hnefaleikum - hið fyrsta í rúm 50 ár. Undankeppnin hefur staðið yfir á fimmtudegi og föstudegi og sjálf úrslitakeppnin verður á laugardagskvöldið, annað kvöld.

Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá úrslitunum og hefst útsendingin kl. 20.

Það verða að sjálfsögðu sérlegir hnefaleikasérfræðingar Sýnar, Ómar Ragnarsson og Bubbi Morthens, sem lýsa því sem fram fer en þeir eru manna fróðastir, þegar kemur að hnefaleikaíþróttinni og sögu hennar, jafnt heima og heiman.

Er hér um stórviðburð að ræða í íslenskri íþróttasögu því þetta er fyrsta meistaramót sem haldið er á Íslandi í ólympískum hnefaleikum og þar að auki eru góð 50 ár síðan síðast var haldið meistaramót í hnefaleikum, en það var haldið í Hálogalandi 6. maí 1953.

Frekari upplýsingar um mótið er að finna á www.hnefaleikar.is








Fleiri fréttir

Sjá meira


×