Sport

Rahman ætlar að ganga frá Toney

Hasim Rahman er ekkert lamb að leika sér við og hefur afrekað það að rota fyrrum heimsmeistarann Lennox Lewis, sem er árangur sem fáir geta státað af
Hasim Rahman er ekkert lamb að leika sér við og hefur afrekað það að rota fyrrum heimsmeistarann Lennox Lewis, sem er árangur sem fáir geta státað af AFP

WBC meistarinn í þungavigt, Hasim Rahman, segist muni ganga frá áskoranda sínum Andrew Toney þegar þeir mætast í hringnum í Atlantic City á laugardagskvöldið. Bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

"Kraftur minn mun hafa úrslitaáhrif í bardaganum og ég er ekki viss um að Toney muni hafa neitt að spila úr þegar hann finnur fyrir honum. Bardaginn stendur liklega í sex lotur eða skemur og ef hann gerir þau mistök að standa fyrir framan mig, mun hann standa í blóðpolli strax eftir fyrstu lotuna," sagði Rahman, sem hefur töluverða yfirburði á andstæðing sinn hvað varðar faðmlengd og hæð.

Toney hefur litlar áhyggjur af yfirlýsingum andstæðings síns og kom með nokkrar sjálfur á blaðamannafundi fyrir bardagann. "Ég er orðinn 37 ára gamall, en ég er í formi á við 27 ára gamlan mann. Ég er mjög spenntur fyrir þessum bardaga og stefni á að rota hann í einni af miðjulotunum. Þungavigtin hefur átt undir högg að sækja undanfarið, en ég ætla að koma henni aftur á kortið með glæsilegum sigri á laugardaginn," sagði Toney.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×