Blaðamannaverðlaun, uppreisn á barnaheimili, Grikklandsævintýri 14. febrúar 2006 19:25 Það er ekki mikill glamúr yfir blaðamennsku á Íslandi, ónei. Allavega ekki ef marka má tilnefningar til blaðamannaverðlauna sem afhent verða á pressuballi 18. febrúar. Þarna er vandlega gætt að hafa jafnvægi milli fjölmiðla (DV þó ekki með), en annars virðist vera eindregin tilhneiging í þá átt að verðlauna þungar greinar um einhver alvörumál - greinar sem eru alls góðs maklega en maður getur ekki ímyndað sér að neinn hafi nennt að lesa. Það er vissulega virðingarvert þegar blaðamenn setja sig inn í flókin og erfið mál, en þegar það gerist virðist nánast vera regla fremur en hitt að framsetningu sé mjög ábótavant - að maður tali ekki um stíl. Sumt af þessu minnir fremur á skýrslur en blaðagreinar. Það er stóreinkennilegt hvað það er lítils metið í fjölmiðlunum að kunna að tjá sig á skemmtilegri íslensku. Stingur hróplega í stúf við allt blaðrið um ræktun tungunnar. Svo sé ég ekki betur en að Fréttablaðið sé tilnefnt til verðlauna fyrir að birta tölvupósta Jónínu Ben. Jú, það var eins konar skúbb - en kannski ekki alveg tækt til verðlauna. --- --- --- Pressuböllin voru eitt sinn glæsilegar samkomur. Karlarnir mættu í smóking, konurnar í síðkjólum með túberað hár. Svo var boðið einhverjum frægum útlendingum sem yfirleitt forfölluðust á síðustu stundu - og þá var gripið til þess ráðs að bjóða einhverjum dönskum stjórnmálamanni sem hægt var að kalla í með stuttum fyrirvara. Þá vorum við enn fyrrverandi nýlenda og héldum að fólk sem var þekkt í Danmörku hlyti að vera heimsfrægt. Mig minnir samt að á síðasta pressuballið hafi verið boðið manninum sem lék kaftein Bates í sjónvarpsseríunni um Onedin skipafélagið. Þá varð öllum ljóst að tími ballanna var liðinn. Nú hafa menn endurvakið pressuböllin, þótt alveg vanti gamla glæsibraginn - og heiðursgestina. Jakob Bjarnar vinur minn skrifaði í DV að enginn í veitingabransanum hafi saknað þeirra þegar þau lögðust af, enda hafi könnun sem gerð var meðal barþjóna fyrir margt löngu leitt í ljós að blaðamenn væru öðrum mönnum leiðinlegri fullir - ef frá eru taldir prestar. Eitt sinn kom hingað Jens Otto Kragh, forsætisráðherra Dana, á pressuball. Það var haldið í Lídó, þar sem nú er fréttastofa NFS. Allir mættu í sínu fínasta pússi. Það dróst hins vegar að bera fram matinn og klukkan hálf tólf voru allir gestirnir dauðir fram í súpudiskana. --- --- --- Fyrir mörgum áratugum olli barnasagan Uppreisnin á barnaheimilinu miklum úlfaþyt í samfélaginu. Það var mikið fárast í velvakandabréfum, gott ef málið kom ekki til kasta menntamálaráðherra þegar sagan var lesin í útvarp. Því nefni ég þetta að mér heyrist að leikskólabörn séu enn í uppreisnarhug - að minnsta kosti sum: - Eru það börn eða fóstrur sem ráðir (ráða)? - Já, hverjir ráða í leikskólum, Kári? - Krakkar. - En fóstrur? - Þær ráða engu. - Ha? - Ef fóstrur ráða þá fara þær í skammakrók. - Hvað gera krakkarnir þá? - Bara leika sér. - Eru þeir þá óþekkir? - Nei... jú! - En eiga þá vondir að ráða? - Já. - Ekki góðir? - Nei, góðir ráða engu. --- --- --- Samkvæmt skýrslu sem hefur lekið út er álíka mikil varnarþörf á Íslandi og í Liechtenstein, San Marínó og Andorra. Semsagt engin. Við ættum auðvitað að gleðjast yfir því, en samt er eins og sumir séu hálf spældir. Ráðamenn ætla að draga þessa vitleysu með orrustuþoturnar í Keflavík á langinn. Maður virðir það svosem við Geir Haarde að vilja ganga í að leysa málið, en þetta hjómar eins og þráhyggja. Við þurfum þyrlur, sæmilega vaska lögreglumenn, en ekki herþotur. --- --- --- Jæja. Þær virðast ætla að verða að veruleika Grikklandsferðirnar sem ég hef verið að skipuleggja. Aðaláfangastaðurinn verður eyjan Naxos, en þaðan er hægt að ferðast til ýmissa eyja í kring, til dæmis Mykonos og Delos. Lífið þarna er mjög fallegt og gott. Sjá nánar með því að smella hér. Og hérna eru fallegar myndir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun
Það er ekki mikill glamúr yfir blaðamennsku á Íslandi, ónei. Allavega ekki ef marka má tilnefningar til blaðamannaverðlauna sem afhent verða á pressuballi 18. febrúar. Þarna er vandlega gætt að hafa jafnvægi milli fjölmiðla (DV þó ekki með), en annars virðist vera eindregin tilhneiging í þá átt að verðlauna þungar greinar um einhver alvörumál - greinar sem eru alls góðs maklega en maður getur ekki ímyndað sér að neinn hafi nennt að lesa. Það er vissulega virðingarvert þegar blaðamenn setja sig inn í flókin og erfið mál, en þegar það gerist virðist nánast vera regla fremur en hitt að framsetningu sé mjög ábótavant - að maður tali ekki um stíl. Sumt af þessu minnir fremur á skýrslur en blaðagreinar. Það er stóreinkennilegt hvað það er lítils metið í fjölmiðlunum að kunna að tjá sig á skemmtilegri íslensku. Stingur hróplega í stúf við allt blaðrið um ræktun tungunnar. Svo sé ég ekki betur en að Fréttablaðið sé tilnefnt til verðlauna fyrir að birta tölvupósta Jónínu Ben. Jú, það var eins konar skúbb - en kannski ekki alveg tækt til verðlauna. --- --- --- Pressuböllin voru eitt sinn glæsilegar samkomur. Karlarnir mættu í smóking, konurnar í síðkjólum með túberað hár. Svo var boðið einhverjum frægum útlendingum sem yfirleitt forfölluðust á síðustu stundu - og þá var gripið til þess ráðs að bjóða einhverjum dönskum stjórnmálamanni sem hægt var að kalla í með stuttum fyrirvara. Þá vorum við enn fyrrverandi nýlenda og héldum að fólk sem var þekkt í Danmörku hlyti að vera heimsfrægt. Mig minnir samt að á síðasta pressuballið hafi verið boðið manninum sem lék kaftein Bates í sjónvarpsseríunni um Onedin skipafélagið. Þá varð öllum ljóst að tími ballanna var liðinn. Nú hafa menn endurvakið pressuböllin, þótt alveg vanti gamla glæsibraginn - og heiðursgestina. Jakob Bjarnar vinur minn skrifaði í DV að enginn í veitingabransanum hafi saknað þeirra þegar þau lögðust af, enda hafi könnun sem gerð var meðal barþjóna fyrir margt löngu leitt í ljós að blaðamenn væru öðrum mönnum leiðinlegri fullir - ef frá eru taldir prestar. Eitt sinn kom hingað Jens Otto Kragh, forsætisráðherra Dana, á pressuball. Það var haldið í Lídó, þar sem nú er fréttastofa NFS. Allir mættu í sínu fínasta pússi. Það dróst hins vegar að bera fram matinn og klukkan hálf tólf voru allir gestirnir dauðir fram í súpudiskana. --- --- --- Fyrir mörgum áratugum olli barnasagan Uppreisnin á barnaheimilinu miklum úlfaþyt í samfélaginu. Það var mikið fárast í velvakandabréfum, gott ef málið kom ekki til kasta menntamálaráðherra þegar sagan var lesin í útvarp. Því nefni ég þetta að mér heyrist að leikskólabörn séu enn í uppreisnarhug - að minnsta kosti sum: - Eru það börn eða fóstrur sem ráðir (ráða)? - Já, hverjir ráða í leikskólum, Kári? - Krakkar. - En fóstrur? - Þær ráða engu. - Ha? - Ef fóstrur ráða þá fara þær í skammakrók. - Hvað gera krakkarnir þá? - Bara leika sér. - Eru þeir þá óþekkir? - Nei... jú! - En eiga þá vondir að ráða? - Já. - Ekki góðir? - Nei, góðir ráða engu. --- --- --- Samkvæmt skýrslu sem hefur lekið út er álíka mikil varnarþörf á Íslandi og í Liechtenstein, San Marínó og Andorra. Semsagt engin. Við ættum auðvitað að gleðjast yfir því, en samt er eins og sumir séu hálf spældir. Ráðamenn ætla að draga þessa vitleysu með orrustuþoturnar í Keflavík á langinn. Maður virðir það svosem við Geir Haarde að vilja ganga í að leysa málið, en þetta hjómar eins og þráhyggja. Við þurfum þyrlur, sæmilega vaska lögreglumenn, en ekki herþotur. --- --- --- Jæja. Þær virðast ætla að verða að veruleika Grikklandsferðirnar sem ég hef verið að skipuleggja. Aðaláfangastaðurinn verður eyjan Naxos, en þaðan er hægt að ferðast til ýmissa eyja í kring, til dæmis Mykonos og Delos. Lífið þarna er mjög fallegt og gott. Sjá nánar með því að smella hér. Og hérna eru fallegar myndir.
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun