Sport

Jakob bætti eigið Íslandsmet

Jakob bætti eigið Íslandsmet um 11 sekúndubrot.
MYND/©Teitur
Jakob bætti eigið Íslandsmet um 11 sekúndubrot. MYND/©Teitur

Jakob Jóhann Sveinsson bætti eigið Íslandsmet í 50 metra bringusundi um 11 sekúndubrot á Evrópumeistaramótinu í sundi í Trieste í morgun. Hann synti á 28.22 sek. og varð í 28. sæti af 40 keppendum í undanrásum. Synt var í 25 metra laug. Þetta er í þriðja sinn á mótinu sem Jokob bætir met en hann hafði áður bætt eigið met í 100 metra bringusundi á fimmtudaginn.

Anja Ríkey Jakobsdóttir varð í 27. sæti af 34 keppendum í 50 metra baksundi á 29.78 sek.

Lokadagur mótsins verður á morgun en þá keppir Jakob í 200 m bringusundi og Ragnheiður Ragnarsdóttir í 50 m skriðsundi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×