Halldór tekur fulla ábyrgð á Birni 11. október 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist taka fulla ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans um réttarkerfið og Baugsmálið. Hann segir dóminn í gær harðorðan áfellisdóm yfir lögreglu og ákæruvaldinu og fagnar því að málið sé komið á borð ríkissaksóknara. Halldór Ásgrímsson útilokaði í dag að dómsmálaráðherra gæti verið ábyrgur fyrir því sem farið hefði úrskeiðis hjá ákæruvaldinu við meðferð Baugsmálsins. Halldór sagði að dómur hæstaréttar væri harðorður. Þá væri hann að öllum líkindum mikill léttir fyrir sakborninga. Ákæruvaldið væri hinsvegar sjálfstætt. Halldór sagðist hafa lesið dóminn og hann hlyti að vera ákæruvaldinu áhyggjuefni og áfellisdómur og það bæri að taka það alvarlega. Halldór sagði dóminn vekja ýmsar spurningar um ákæruvaldið. Sem gömlum endurskoðanda þætti honum til að mynda sérkennilegt að menn blönduðu saman fjárdrætti og meintum ólöglegum lánum. Í hans huga væru himinn og haf milli þessara mála. Hann sagði að það væri hinsvegar ekki ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins. Hann fagnaði því að málið væri komið frá Ríkislögreglustjóra til ríkissaksóknara. Hann væntir þess að ríkissaksóknari geti unnið málið hratt og vel. Málið sé búið að taka alltof langan tíma. Dómur Hæstaréttar sé harðorður og hljóti að vekja spurningar. Það sé hins vegar ekki ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins. Áfellisdómur yfir ákæruvaldinu er því ekki áfellisdómur yfir dómsmálaráðherra sagði Halldór ennfremur og ítrekaði að honum fyndist dómsmálaráðherra ekki hafa verið að grípa inn í störf ákæruvaldsins með ummælum sínum á heimasíðu sinni. Dómurinn sé ekki áfellisdómur yfir dómsmálaráðherra því ákæruvaldið sé sjálfstætt og dómsmálaráðherra eigi ekki að blanda sér inn í það. Menn hljóta þó að vilja fara yfir málin og draga lærdóm af þeim. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist taka fulla ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans um réttarkerfið og Baugsmálið. Hann segir dóminn í gær harðorðan áfellisdóm yfir lögreglu og ákæruvaldinu og fagnar því að málið sé komið á borð ríkissaksóknara. Halldór Ásgrímsson útilokaði í dag að dómsmálaráðherra gæti verið ábyrgur fyrir því sem farið hefði úrskeiðis hjá ákæruvaldinu við meðferð Baugsmálsins. Halldór sagði að dómur hæstaréttar væri harðorður. Þá væri hann að öllum líkindum mikill léttir fyrir sakborninga. Ákæruvaldið væri hinsvegar sjálfstætt. Halldór sagðist hafa lesið dóminn og hann hlyti að vera ákæruvaldinu áhyggjuefni og áfellisdómur og það bæri að taka það alvarlega. Halldór sagði dóminn vekja ýmsar spurningar um ákæruvaldið. Sem gömlum endurskoðanda þætti honum til að mynda sérkennilegt að menn blönduðu saman fjárdrætti og meintum ólöglegum lánum. Í hans huga væru himinn og haf milli þessara mála. Hann sagði að það væri hinsvegar ekki ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins. Hann fagnaði því að málið væri komið frá Ríkislögreglustjóra til ríkissaksóknara. Hann væntir þess að ríkissaksóknari geti unnið málið hratt og vel. Málið sé búið að taka alltof langan tíma. Dómur Hæstaréttar sé harðorður og hljóti að vekja spurningar. Það sé hins vegar ekki ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins. Áfellisdómur yfir ákæruvaldinu er því ekki áfellisdómur yfir dómsmálaráðherra sagði Halldór ennfremur og ítrekaði að honum fyndist dómsmálaráðherra ekki hafa verið að grípa inn í störf ákæruvaldsins með ummælum sínum á heimasíðu sinni. Dómurinn sé ekki áfellisdómur yfir dómsmálaráðherra því ákæruvaldið sé sjálfstætt og dómsmálaráðherra eigi ekki að blanda sér inn í það. Menn hljóta þó að vilja fara yfir málin og draga lærdóm af þeim.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira