Erlent

Ástandið að komast í samt lag

Orri Pétursson býr í fjölbýlishúsi við Warren Street neðanjarðarlestarstöðina í miðborg Lundúna, sem var eitt af skotmörkunum 7. júlí. "Neðanjarðarlestarstöðin er beinlínis í kjallaranum hjá okkur og því lokaði lögreglan húsi okkar yfir nótt eftir sprengingarnar. Enginn íbúanna fékk aðgang, ekki einu sinni til að sækja nauðsynjar," segir Orri. "Kærastan mín átti að fara í flug um kvöldið og bað lögregluna um að sækja vegabréfið sitt upp í íbúð en það var bara hlegið að okkur," segir hann. "Annars er ástandið orðið í fínu lagi núna og komst allt í samt lag ótrúlega fljótt. Því hefur verið haldið fram að meira sé um umferð hjólreiðamanna og gangandi, þótt ég hafi ekki orðið var við það sjálfur," segir Orri. Hann segist verða var við aukinn fjölda lögreglumanna á götum úti og að það auki öryggistilfinningu. "Það var verið að vara við því að þriðja hrinan væri eftir og það yrði mikið áfall ef af því yrði," segir hann. "Fólk bíður þó eftir því hvað mun gerast á fimmtudaginn."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×