Þögn sló yfir Lundúnir 14. júlí 2005 00:01 Í gær var liðin vika frá hryðjuverkaárásunum á Lundúnir og þess minntust borgarbúar með tveggja mínútna langri þögn í gær. Lundúnalögreglan greindi frá því í gær að fjórði sprengjumaðurinn væri Jamaíki. Þegar Big Ben sló tólf högg á hádegi í gær sló jafnframt þögn yfir Lundúnaborg. Þá var þess minnst að vika var liðin síðan sprengjurnar fjórar voru sprengdar í neðanjarðarlestum og strætisvagni með þeim afleiðingum að í það minnsta 53 manns létust og 700 slösuðust. Um allt Bretland og raunar víðar um Evrópu gerði fólk hlé á störfum sínum og sameinaðist í þögninni. Strætisvagnar og leigubílar staðnæmdust en neðanjarðarlestirnar héldu þó áfram göngu sinni. Í Buckingham-höll leiddi Elísabet Bretadrottning stutta athöfn en á meðan var Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, með trúarleiðtogum á Trafalgar Square. Hann sagði í viðtali við BBC að borgarbúar hefðu staðist erfiða prófraun í síðustu viku með því að snúast ekki hverjir gegn öðrum eins og hryðjuverkamennirnir vildu. Scotland Yard birti í gær myndir af Hasib Mir Hussain, sem grunaður er um að hafa sprengt upp strætisvagninn á Tavistock Square, en myndirnar voru teknar á lestarstöðinni í Luton að morgni 7. júlí. Þá upplýsti lögreglan að fjórði sprengjumaðurinn, sá sem framdi hryðjuverkið í lestinni við Russel Square, hefði að líkindum verið Lindsay Germaine, maður af jamaískum uppruna frá Buckinghamshire en ekki er vitað hvernig hann tengdist hinum árásarmönnunum. Leit að tveimur mönnum til viðbótar sem taldir eru hafa skipulagt árásirnar stendur enn yfir en talið er að þeir hafi yfirgefið landið. Í gær var búið að bera kennsl á lík fjórtán þeirra sem fórust í árásunum. Fimmtíu hinna slösuðu eru enn á sjúkrahúsi. Áður en þagnarbindindið hófst flutti vagnstjóri strætisvagnsins stutt ávarp þar sem hann vottaði fjölskyldum fórnarlambanna samúð sína. "Við minnumst þeirra með þögninni í dag. Með kyrrlátri reisn og virðingu sýnum við andúð okkar á þeim sem komu sprengjunum fyrir og þeim sem fengu þá til þess arna. Þar sem við stöndum sameinuð sendum við skilaboð til illvirkjanna: Þið munuð hvorki sigra okkur né brjóta okkur á bak aftur." Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Í gær var liðin vika frá hryðjuverkaárásunum á Lundúnir og þess minntust borgarbúar með tveggja mínútna langri þögn í gær. Lundúnalögreglan greindi frá því í gær að fjórði sprengjumaðurinn væri Jamaíki. Þegar Big Ben sló tólf högg á hádegi í gær sló jafnframt þögn yfir Lundúnaborg. Þá var þess minnst að vika var liðin síðan sprengjurnar fjórar voru sprengdar í neðanjarðarlestum og strætisvagni með þeim afleiðingum að í það minnsta 53 manns létust og 700 slösuðust. Um allt Bretland og raunar víðar um Evrópu gerði fólk hlé á störfum sínum og sameinaðist í þögninni. Strætisvagnar og leigubílar staðnæmdust en neðanjarðarlestirnar héldu þó áfram göngu sinni. Í Buckingham-höll leiddi Elísabet Bretadrottning stutta athöfn en á meðan var Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, með trúarleiðtogum á Trafalgar Square. Hann sagði í viðtali við BBC að borgarbúar hefðu staðist erfiða prófraun í síðustu viku með því að snúast ekki hverjir gegn öðrum eins og hryðjuverkamennirnir vildu. Scotland Yard birti í gær myndir af Hasib Mir Hussain, sem grunaður er um að hafa sprengt upp strætisvagninn á Tavistock Square, en myndirnar voru teknar á lestarstöðinni í Luton að morgni 7. júlí. Þá upplýsti lögreglan að fjórði sprengjumaðurinn, sá sem framdi hryðjuverkið í lestinni við Russel Square, hefði að líkindum verið Lindsay Germaine, maður af jamaískum uppruna frá Buckinghamshire en ekki er vitað hvernig hann tengdist hinum árásarmönnunum. Leit að tveimur mönnum til viðbótar sem taldir eru hafa skipulagt árásirnar stendur enn yfir en talið er að þeir hafi yfirgefið landið. Í gær var búið að bera kennsl á lík fjórtán þeirra sem fórust í árásunum. Fimmtíu hinna slösuðu eru enn á sjúkrahúsi. Áður en þagnarbindindið hófst flutti vagnstjóri strætisvagnsins stutt ávarp þar sem hann vottaði fjölskyldum fórnarlambanna samúð sína. "Við minnumst þeirra með þögninni í dag. Með kyrrlátri reisn og virðingu sýnum við andúð okkar á þeim sem komu sprengjunum fyrir og þeim sem fengu þá til þess arna. Þar sem við stöndum sameinuð sendum við skilaboð til illvirkjanna: Þið munuð hvorki sigra okkur né brjóta okkur á bak aftur."
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira