Erlent

Enginn lýst ábyrgð á sprengingunni

Einn lögreglumaður særðist lítillega þegar sprengja sprakk við kaffihús menningarstofnunar Ítalíu í Barcelona á Spáni í morgun. Sprengjan er sögð hafa verið heimatilbúin en henni hafði verið komið fyrir í kaffivél við inngang staðarins. Spænska lögreglan hafði fengið upplýsingar um kaffivélina grunsamlegu og sprakk hún í þann mund sem verið var að rannsaka hana. Leitarhundur lögreglunnar drapst í sprengingunni. Talið er að ítalskir stjórnleysingjar standi á bak við atvikið en enn sem komið er hefur enginn lýst ábyrgð á því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×