Innlent

Vísir mest sótti vefur landsins

Vísir.is er orðinn fjölsóttasti vefur landsins. Þetta kemur fram í samræmdri vefmælingu Modernus fyrir vikuna 21. til 27. febrúar. Tæplega 160 þúsund manns heimsóttu Vísi síðustu heilu vikuna í febrúar og varð það til þess að vefurinn er kominn í efsta sæti á lista Modernus yfir þá vefi sem flestir netnotendur fara inn á. Mbl.is, sem hefur verið fjölsóttasti vefur landsins um árabil, er í öðru sæti með um 159 þúsund heimsóknir og leit.is í því þriðja með um 96 þúsund heimsóknir. "Mæling síðustu viku kom okkur þægilega á óvart og þó ekki miðað við vinnu undanfarinna mánaða. Notendur kunna greinilega vel að meta fjölbreytt og vaxandi efnisframboð Vísis," segir Þröstur Emilsson, efnisstjóri Vísis. Vísir hefur verið í mikilli sókn síðustu mánuði en heimsóknir á vefinn hafa aukist um 69% frá áramótum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×