Erlent

Tónlist hlaðin niður í farsíma

Innan tíðar verða gemsar færir um að leika tónlist eins og mp-3 spilarar. Nokia, Microsoft og Loudeye greindu í gær frá því að þau hygðust hefja samstarf um þróun næstu kynslóðar farsíma. Sú kynslóð mun gera farsímafyrirtækjum fært að bjóða áskrifendum sínum tónlist sem hægt er að hlaða niður. Einnig verður hægt að hlaða niður tónlist úr Windows Media Player. Þeir símar sem nú eru í boði geta geymt allt að eitt gígabæti af tónlist en það magn ætti að fjórfaldast fyrir árslok. Til samanburðar má geta þess að iPod-spilarar geta geymt allt að 40 gígabæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×