Bæta öryggi barna á Netinu 8. febrúar 2005 00:01 Ísland er í hópi þrjátíu landa sem ætla að gera átak til að bæta öryggi barna á Netinu. Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er í dag. Vitundarvakning er lykilorð evrópska verkefnisins SAFT sem stefnir að því að virkja foreldra, kennara og Netþjónustufyrirtæki til að auka öryggi barna á Netinu. Hluti verkefnisins er gerð kennsluefnis sem menntamálaráðherra var afhent í dag en sú kennsla felur einnig í sér þátttöku foreldra. Kannanir sýna að öll íslensk börn á aldrinum níu til sextán ára hafa notað Netið og sú notkun fer að langmestu leyti fram á heimilnu. Meðal annars á að koma þeim heilræðum til foreldra að setja reglur um Netnotkun, útskýra af hverju nauðsynlegt er að vera gætinn þegar veittar eru persónulegar upplýsingar og þá hættu sem fylgir því að hitta einhvern sem maður kynnist á Netinu. Það að skoða efni á Netinu með gagnrýnum hætti þykir einnig mikilvægt. Sem dæmi má nefna að meðal fyrstu niðurstaðna sem Google-leitarvefurin gefur þegar slegið er upp leitarorðinu „Martin Luther King“ er síða sem Ku Kux Klan heldur úti, gegnsýrð af kynþáttahatri og áróðri. Henni er sérstaklega beint að börnum og unglingum. Þá þykir einnig mikilvægt að bæta merkingar á tölvuleikjum. Þótt talað sé um leiki er svo sannarlega ekki um að ræða leiki fyrir börn í öllum tilfellum. Heimili og skóli, sem er aðili Íslands að evrópuverkefninu, segir það þó ekki miða að því að draga úr notkun Netsins. Anna Margrét Sigurðardóttir, verkefnastjóri SAFT-verkefnisins, segir Netið frábært fyrirbæri en í öllu umhverfi, þ.m.t. netheimum, leyist alltaf hættur. Eins og í umferðinni þurfi maður að kunna reglurnar og maður keyrir ekki um með bundið fyrir augun. Skilaboðin eru því: „Það þarf að vera vakandi á Netinu.“ Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Ísland er í hópi þrjátíu landa sem ætla að gera átak til að bæta öryggi barna á Netinu. Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er í dag. Vitundarvakning er lykilorð evrópska verkefnisins SAFT sem stefnir að því að virkja foreldra, kennara og Netþjónustufyrirtæki til að auka öryggi barna á Netinu. Hluti verkefnisins er gerð kennsluefnis sem menntamálaráðherra var afhent í dag en sú kennsla felur einnig í sér þátttöku foreldra. Kannanir sýna að öll íslensk börn á aldrinum níu til sextán ára hafa notað Netið og sú notkun fer að langmestu leyti fram á heimilnu. Meðal annars á að koma þeim heilræðum til foreldra að setja reglur um Netnotkun, útskýra af hverju nauðsynlegt er að vera gætinn þegar veittar eru persónulegar upplýsingar og þá hættu sem fylgir því að hitta einhvern sem maður kynnist á Netinu. Það að skoða efni á Netinu með gagnrýnum hætti þykir einnig mikilvægt. Sem dæmi má nefna að meðal fyrstu niðurstaðna sem Google-leitarvefurin gefur þegar slegið er upp leitarorðinu „Martin Luther King“ er síða sem Ku Kux Klan heldur úti, gegnsýrð af kynþáttahatri og áróðri. Henni er sérstaklega beint að börnum og unglingum. Þá þykir einnig mikilvægt að bæta merkingar á tölvuleikjum. Þótt talað sé um leiki er svo sannarlega ekki um að ræða leiki fyrir börn í öllum tilfellum. Heimili og skóli, sem er aðili Íslands að evrópuverkefninu, segir það þó ekki miða að því að draga úr notkun Netsins. Anna Margrét Sigurðardóttir, verkefnastjóri SAFT-verkefnisins, segir Netið frábært fyrirbæri en í öllu umhverfi, þ.m.t. netheimum, leyist alltaf hættur. Eins og í umferðinni þurfi maður að kunna reglurnar og maður keyrir ekki um með bundið fyrir augun. Skilaboðin eru því: „Það þarf að vera vakandi á Netinu.“
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira