Innlent

Stefnir að kaupum á netfyrirtæki

Björgólfur Thor Björgólfsson er aðili að yfirtökutilboði í breska netfyrirtækið QXL Ricardo. Fyrirtæki Björgólfs Thors í Lundúnum, Novator, styður tilraun hollenska félagsins Florissant til yfirtöku á félaginu en stjórnendur QXL telja tilboð félagsins of lágt. Sökum þess að stjórn QXL Ricardo er mótfallin tilboði Florissant telst tilraun félagsins til yfirtöku vera fjandsamleg. Stjórn QXL á einnig í viðræðum við annan hóp, Tiger Acquisition, sem gert hefur tilboð í reksturinn. Tilboð Tiger var 700 pens á hlut en tilboð Florissant er 800 pens á hlut. Báðum tilboðunum var hafnað eftir því sem fram kemur í umfjöllun á vefsíðu Times í Lundúnum. QXL Ricardo var metið á um tvö hundruð milljarða króna fyrir fjórum árum áður en netbólan brast. Miðað við tilboð Björgólfs og félaga er fyrirtækið nú um 1,6 milljarða króna virði. Rekstur QXL hefur lengstum skilað miklu tapi en töluverður viðsnúningur hefur orðið í rekstrinum á síðsutu misserum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×