Innlent

Ókeypis Opera í háskólana

Norska vafrafyrirtækið Opera Software tilkynnti í gær að æðri menntastofnanir gætu fengið ókeypis hugbúnaðarleyfi fyrir netvafra fyrirtækisins. Þetta er sagt gert til að mæta kröfum nemenda og háskóla um öruggt netvafur. "Þetta eru viðbrögð fyrirtækisins við áhyggjum skólastofnansa af öryggisveilum sem plagað geta nemendur þegar síður öruggir vafrar eru notaðir," segir í tilkynningu fyrirtækisins. "Opera er kjörinn vafri í háskólaumhverfið," segir Jón S. von Tetzchner, íslenskur forstjóri Opera Software. "Vafrinn er notendavænn, með hjálp fyrir fatlaða og hann er hægt að nota á velflestum tölvum og tækjum, auk þess að sérsníða má hann að þörfum hvers og eins."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×