Innlent

Ljósleiðari hækkar fasteignaverð

Seltjarnarnesbær og Orkuveita Reykjavíkur hafa undirritað samning þar sem gert er ráð fyrir að ljósleiðaratenging frá OR verði í öllum húsum á Seltjarnarnesi um mitt ár 2006. "Með aðild bæjarins að málinu teljum við okkur vera að stuðla að auknum lífsgæðum íbúanna," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Hann bætir við að einnig sé verið að undirbyggja persónulega hagsmuni Seltirninga. "Reynsla frá Norðurlöndum sýnir að ljósleiðaratenging er að skila þremur til fimm prósenta hærra fasteignaverði."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×