Innlent

Tölvubrot á Akureyri

Rannsóknardeild Lögreglunnar á Akureyri hefur til rannsóknar möguleg brot tölvufyrirtækis þar í bæ á höfundarréttarlögum. Uppi er grunur um að sett hafi verið upp stýrikerfi og jafnvel annar hugbúnaður á tölvur sem fyrirtækið selur án þess að fyrir lægju viðeigandi leyfi og greiðslur til rétthafa. Heimildir herma að lögregla hafi notast við viðskiptamannaskrá fyrirtækisins til að hafa uppi á kaupendum tölva þannig að kanna mætti hvort hugbúnaður tölvanna væri löglegur. Málið er rannsakað að beiðni BSA, samtaka hugbúnaðarfyrirtækja, en í þeim fara fremst í flokki fyrirtækin Microsoft, Apple og Adobe.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×