Erlent

Nýjar sannanir um vatn

Spirit, könnunarfar NASA á Mars, hefur fundið steinefni sem teljast til öruggasta sönnunin hingað til fyrir því að vatn hafi einhvern tíman fundist á plánetunni. Þetta kom fram hjá vísindamönnum NASA á mánudag. Spirit fann steinefnið goethite á því svæði Mars sem kallast Columbia hæðir. Eftir því sem fram kemur hjá NASA myndast steinefnið einungis nálægt vatni, hvort sem vatnið er fljótandi, í frosið eða vatnsgufur. Á svipuðum stað hafði einnig fundist steinefnið hematite, sem oftast, en ekki alltaf myndast nálægt vatni. Goestar Klingelhoefer, vísindamaður sem hefur yfirumsjón með greiningu steinefna sem finnast á Mars, segir goethite steinefnið, líkt og jarosite sem könnunarfarið Opportunity fann hinum megin á Mars, vera sterkar sannanir fyrir því að vatn hafi einhvern tímann fundist þar. Tilgangur könnunarfaranna Spritit og Opportunity var að finna sannanir um vatn á Mars. Talið er að því hlutverki hafi loki í apríl síðastliðinn.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×