Erlent

Pattstaða innan ESB

Pattstaða er innan Evrópusambandsins um það hver eigi að taka við af Romano Prodi sem forseti framkvæmdastjórnar sambandsins. Nú fyrir stundu tilkynnti Chris Patten, utanríkisstjóri Evrópusambandsins, að hann hefði dregið sig í hlé í baráttunni um embættið. Bretar hafa barist fyrir framboði Pattens en mættu andstöðu frá Frökkum sem telja óráðlegt að forseti framkvæmdastjórnarinnar komi frá þjóð sem hefur ekki tekið upp evruna. Patten þótti lengi vel líklegastur til að verða fyrir valinu, ásamt Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, sem var studdur af Frökkum og Þjóðverjum. Hann dró framboð sitt til baka í gær vegna andstöðu frá Bretum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×