Erlent

Fyrsta stjórnarskráin samþykkt

Skálað var í kampavíni í Brussel í gærkvöld þegar leiðtogar Evrópusambandsríkja náðu samkomulagi um fyrstu stjórnarskrá sambandsins. Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands sem fer með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, sagði þennan áfanga sögulegan fyrir Evrópu og alla íbúa álfunnar. Næsta verkefni leiðtoganna er að finna arftaka Romanos Prodis í formennsku framkvæmdastjórnarinnar en stefnt er að því að útnefna hann í lok þessa mánaðar. Síðan á eftir að koma í ljós hvort íbúar aðildarríkjanna samþykki hina nýju stjórnarskrá sem borin verður undir atkvæði í fjölda aðildarríkja.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×